Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 81
ANDVARI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
79
askjan afgirt að einum þriðja af álíka háum hamravegg eyjarinnar Þerasíu.
I miðri öskjunni — svipað og Sandey í Þing\'allavatni — er hin virka eldeyja
Nea Kameni, er síðast gaus 1956.
Er við vöknuðum að morgni hins 19., var veður hið fegursta, ekki blakti
hár á höfði, vatnið í öskjunni undurblátt og tært, hamrarnir, er umlykja hana,
rauðbrúnir og bryddir efst fannhvítum vikrinum úr Santórínargosinu mikla.
Knossos lá fyrir akkerum milli Nea Kameni og Þeru, undan aðalborg eyjarinnar,
Feru, en vikursteypt hús hennar, fannhvít sem vikurinn sjálfur, bar við himin
á hlábrún hins rauðbrúna hamraveggs. Santórínaraskjan var stórfenglegri en
ég hafði gert mér í hugarlund, enda ein hin mesta á jörðinni, helmingi stærri
en Askja í Dyngjufjöllum, en mjög minnti hún á Oskjuvatn, þótt litir væru
aðrir.
Komudeginum var varið til að skoða eldeyna ungu, Nea Kameni. Þessi
eldbrunna eyja, eina virka eldstöðin í eystri helft Miðjarðarhafs, er litlu meiri
um sig en Surtsey og hæðin yfir sjávarmál um 100 m. Hún er að mestu þakin
andesíthraunum frá 19. og 20. öld. Lent var við hraunkamb á eynni austan-
verðri og gengið upp á aðalgíginn, Georgíos. Var sá er þetta ritar einn af þeim
fáu, sem var rétt skæddur fyrir slíka göngu um úfið apalhraun. Eyðilögðu
margir dýra skó á þessari stuttu ferð, og eina konu varð að bera síðasta spölinn
til strandar í bakaleiðinni. Urn kvöldið voru fyrirlestrar um borð og sýndar
kvikmyndir af eldgosum, og m. a. sýndu hollenzkir jarðfræðingar kvikmynd
frá 1927 af fæðingu eyjarinnar Anak Krakatá í Sundasundi, og hefði sú kvik-
mynd alveg eins getað verið af fæðingu Surtseyjar, svo nauðalíkt var það gos, sem
fæddi af sér fþessa hitabeltiseyju í öskju Krakatár 74 árum eftir stórgosið 1883.
Næsta degi var eytt að öllu á aðaleynni, Þeru. Fyrri hluta dagsins skoðuð-
um við uppgröft prófessors hfarinatos og aðstoðarfólks hans suður af þorpinu
Akrótíri, niður undir strönd. Þarna hefur nú verið grafið síðustu þrjú árin, og
hafa margir kjörgripir komið þar í dagsins ljós undan hinum gráhvítu vikur-
breiðum, sem þekja þessar rústir. Voru dýrmætustu gripimir varðveittir í bráða-
birgðasafnbyggingu þarna rétt hjá. Þar gat að líta fjölda mínóskra skrautkera og
bikara og annarra íláta, og brot af freskómálverkum, þ. á. m. mynd af manni
afríkansks uppruna og aðra af apa. í þessu sambandi má geta þess, að höfuð
af gibbonapa fannst undir vikri á Þeru fyrir þremur árum. Vitað var áður, að
hin mínóska yfirstétt á Krít hafði innflutta apa sem kjöltudýr, og svo virðist
einnig hafa verið á Þeru. En þarna gat einnig að líta ýmislegt, sem kom
kunnuglega fyrir sjónir, svo sem smiðju, sem var nauðalík smiðjunni á Stöng,
og fjöld kljásteina, svipaðra og fundizt hafa í fornum bæjarrústum hérlendis.
Ekki er uppgröftur þarna svo langt kominn, að hægt sé að gera sér fulla grein