Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 10
dimmt. Við sitjum og röbbum saman um stund, frá-
villingarnir. Kílverjinn les í blaði. Allt í einu sprettur
liann upp, rífur blaðið í tvennt og treður það undir
fótum sér. Við lítum á hann spyrjandi augum. „Fas-
istamálgagn“, segir liann og sezt. Hann er búsettur í
París og starfar þar að ritstörfum á frönsku, einkum
um Kina og frelsisbaráttu þess. Hann segir mér margt
um Kína. Ég spyr liann, hvernig fara muni um við-
skipti Kínverja og Japana. Hann segir, að liin kín-
verska þjóðfylking gegn Japönum sé óðum að efl-
ast og fyrr eða síðar hljóti að koma til ófriðar, og
hann virðist vera viss um, að í því stríði muni Kín-
verjum takast að reka af höndum sér fyrir fullt og
allt hina japönsku ræningja. Þetta var áður en styrj-
öldin hófst í Kína.
Það er framorðið, og við leggjumst til svefns í hin-
um snotru svefnklefum með þvottaskál, sápu og liand-
klæði. Við sofnum fljótt og vel, þrátt fyrir skröltið og
skjálfandann í lestinni, sem brunar eftir járnbraut sinni
með sjötiu rasta hraða á klukkustund.
Klukkan fimm um morguninn erum við vaktir af
svefni. Við erum komnir til Toulouse í Suður-Frakk-
landi og fáum að vita, að vagninn okkar fari ekki
lengra. Við verðum því að fá okkur sæti í öðrum vagni
og líkar stórilla að vera þannig varnað svefnfriðaiy
en lítum öfundaraugum til vagnsins, þar sem hinir sofar
þeir sem höfðu verið lagnari að koma sér á íramfæri
en við. Til allrar hamingju er opin kaffistofa þarna
á stöðinni, svo að við getum fengið okkur morgun-
hressingu, á meðan lestin bíður.
Nú er haldið áfram, í áttina til franska landamæra-
bæjarins Cerbére, en það eru um 240 km. Sólin er að>
koma upp við austurbrún, og þegar á morguninn líð-
ur, fara hin tignarlegu Pyreneafjöll að koma í ljós £
bláum fjarska. Þau nálgast óðum, hækka og stækka, em
á vinslri hönd Miðjarðarhafið blátt. Ég fer að hrósái
10