Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 193
líklega skáldhneigða, svo sem títt er um ykkur Islend-
inga. Kannske flytur þú mér drápu að skilnaði.
Gissur: Gamansamur ert þú, konungur. En hvi tor-
tryggir þú mig svo mjög?
Hákon (jamli: Gissur Þorvaldsson! Mér er engin laun-
ung á því, að ég treysli þér ekki til hlítar. Ég þekki
skapferli þitt og metnað, ég hefi reynt þig á laun. Mér
er löngu kunnugt um samdrátt ykkar Ingibjargar og
hefi sízt lagt þar stein í gölu. Mér þótti fróðlegt að
sjá, livort mætti sín meira, ást þín eða metnaður. Það
er sannarlega einkennilegt, hversu fast þú sækir að
komast til íslands, þar sem þú hlýtur að eyða mörg-
um árum í tvísýna haráttu fyrir þeim metorðum, er
þér standa til hoða hér i Noregi, en verður auk þess
af liinum ágætasta kvenkosti, konu, sem þú óefað legg-
ur mikinn hug á.
Gissur: Ég vildi sízt þurfa að styg'gja þig, konung-
ur, svo mikinn sóma, sem þú hefir sýnt mér, en all-
hart þykir mér, hversu þú lortryggir mig si og æ, og
þætti mér fróðlegt að heyra, hvar ég liefi sýnt mót-
gang við þig. Mættir þú muna, er ég drajj Snorra Sturlu-
son að boði þínu, og var þá um það talað á íslandi,
að þar hefði ég höggvið allnærri sjálfum mér.
Háikon gamli (glotlir): Þú felldir lika Sturlu, hinn
tryggasta fylgismann minn.
Gissur: Ég átti liendur mínar að verja, eða er ekki
hollusta mín fyrr sönnuð en ég liefi gengið af frjáls-
um vilja undir öxi manna þinna?
Hákon gamli (klappar á öxl Gissuri): Sefaðu skap
þitt, frændi. Aldrei sá ég þig fyrr svo vanstilltan. Þykir
þér liggja mikið við. Ég mun nú láta eftir þér íslands-
ferðina, og gefst þér þá brátt kostur á að sýna, liversu
heill þú ert 1 minn garð. Yeit ég vel, að þú ert allra
manna færastur til að reka erindi mitt, og vænti ég
því bráðlega nokkurs árangurs.
Gissur: Ég þakka þér, herra.
193