Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 179
Endalok Dan Anderssons nröu voveifleg og þó eins og eðlileg
lausn frá þvi lífi, sem hann lifði, — eins og réttmætur endir
þess harmleiks, misskilnings og þjáninga, er hann var þátttak-
andi í. Hann dó af eitrun (frá veggfóðri) i gistihúsi einu í Stokk-
hólmi árið 1920, þrjátíu og tveggja ára að aldri.
Síðan hefir hróður Dan Anderssons farið dagvaxandi utanlands
og innan, og i meðvitund sænsku þjóðarinnar hefir hann aldrei
verið jafn lifandi og nú. En minningin um hann er sársaukafull,
eins og móðurinnar, sem hefir verið barni sinu hörð og misk-
unnarlaus. Um Dan Andersson má segja það sama og Ragnar
Jándel segir i erfiljóðum eftir annað skáld, lítt þekkt:
Det ár blott en ensam sángsvan som liar slutat upp att sjunga,
det ár hlott ett hjártas heta oroslága som ár sláckt.
Þýð.
Meðan næturmyrkrið hylur ennþá Hreimstaða-fjöll,
stefnir hnípin líkfylgd út frá Iílettahæ.
Og burðarmenn hljóðir troða vorgróinn völl
í vormorguns raka, svala blæ.
Þeir stíga þungt til jarðar, merja grös í grænum rann,
— ganga lotnir, sem við þögla bænargjörð.
Þeir flytja burt frá auðn og skorti dauðan draumamann,
yfir döggvota en fagurgræna jörð.
Hann var einrænn og dulur, segja fjórir fylgdarmenn,
og fátæktin var eina brúður hans.
En rósirnar á engjunum kalla hann konung enn,
þótt kalli dauðinn hann til grafar-ranns.
En burðarmönnum finnst hún vera þrotlaus þessi för
og þorstinn kvelur, — sól af mildi snauð.
Gangið hægt og hafið lágt, syngur selja og stör,
því sennilega er einhver rósin dauð.
Meðan svarta kistan sígur gegnum skrúðgrænt
skógar kjarr
slær skyndilega þögn á vorsins klið.
Hver tróð liér niður rósirnar og vorsins veika barr?
spyr vindurinn og staldrar snöggvast við.
179