Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 196
Gissur: Sá, sexn á ást slíkrar konu, sem þér eruð,
er ósæranlegur. Ég brenn af óþolinmæöi eftir- að reyna
kraftana og leggja sigra mína fyrir fætur yðar.
lngibjörg: Ég fyrirverð mig að lilusta á slíkt lof,
Gissur. Ég er aðeins vanmáttug kona. En segið mér
eitthvað um áform yðar, svo ég geti dvalið við þau í
athafnaleysi mínu.
Gissur: Áform mitt er i stuttu máli sagt, að kveða
niður óöldina á íslandi. Þér vitið, að þar eru engin
lög lengur í landi. Ætt herst gegn ætt, bróðir gegn bróð-
ur, gervöllum landslýðnum liggur við tortímingu, ef
ekki verður að gert. Ég ætla að koma á aftur friði og
lögum á íslandi. Þetta er áforni mitt, Ingibjörg.
Ingibjörg (í hrifningu): Getið þér þetta? Hversu göf-
ugt hlutskipti!
Gissur: Þér eruð ánægðar með mig?
Ingibjörg: Já. Þér hafið valið yður hið göfugasta
hlutverk, sem til er. Ég hefi einmitt stundum óskað
þess, að ég væri karlmaður, svo að ég gæti hnnið fyrir
friðinn. Það er ekkert jafn voðalegt og ófriður. Ég hefi
sjálf séð rnann veginn. Það fer um mig liryllingur, þeg-
ar ég hugsa til þess, livar hann lá, fölur og hreyfingar-
laus í blóðpolliixum, andartaki eftir að liann var alheill.
Það er hræðilegt. (Ihugandi): En hvernig ætlið þér að
fara að því, að koma á friði?
Gissur (dræmt): Aðferðirnar eru margvíslegar og
erfitt að segja um þær fyrirfram.
Ingibjörg: En er það ekki óendanlega erfitt, að sefa
ofstopamenn? Þér vitið, hversu konunginum gengur
seint að lægja ófriðinn liér í Noregi, og þó er hann
bæði vitur og skapstilltur.
Gissur: Sem betur fer, er slikt ekki á allra færi, enda
væri þá til lítillar frægðar að vinna.
lngibjörg: Þér eruð ofurhugi. Munu ekki þeir, sem
ófriðinn vilja, ganga saman móti yður og sitja um líf
yðar?
196