Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 82
standa þarna og trufla heiðarlega menn, sem þurfa að
ljúka við að lesa fræga skáldsögu.
Hún lítur upp í gluggann, hrædd og forviða, og til-
lit hennar er ekkert nema spurning. En það veit guð,
að stingur fór gegnum mig, liárbeittur eins og hnífur,
því ég þekkli þessi augu, ég liafði séð þau áður.
Bölvuð vitleysa, tauta ég, og hyrja aftur á bókinni.
Mér þykir gaman að lestrinum og spenningurinn er
mikill, en samt sem áður verð ég að liafa gætur á öllu,
því að hugurinn vill hlaupa í allskonar útúrdúra, og
það kæri ég mig ekkert um. Því fer fjarri ....
En næstu daga lifði ég langar stundir, einmanaleg-
ar stundir. — Ósjaldan sat ég þegjandi og aðgerðar-
laus — og hlustaði á tímann líða. Ég gat ekkert tek-
ið mér fyrir hendur, en sat bara rólegur og hlustaði.
Ef til vill bjóst ég við að heyra eitthvað, sem mér þætti
vænt um .... Ég lieyrði lika margt skrítið, ekki vant-
aði það. Ótal tungur tala, þegar maður situr einn og
leggur við hlustirnar.
Stundum horfði ég út á götuna, bara af rælni og
leiðindum, horfði á litlu svarthærðu stelpuna og veif-
aði til hennar með hendinni. Hún veifaði á móti og
brosti til mín, þvi að lienni þótti gaman að veifa full-
orðnum manni. Þá komst ég kannske í bezta skap,
þótt ég hefði beinlínis enga sýnilega ástæðu; allt i
einu var ég orðinn ríkur af dýrlegum verðmætum, ein-
manaleikinn horfinn og hlýir straumar um allt brjóst-
ið. — Ég fór að njósna um hagi hennar, af því ég hefi
alltaf verið orðlagður fyrir forvitni. En það tók hvorki
langan tíma né mikla fyrirhöfn. Ég komst fljótt að
þeirri niðurstöðu, að hún ætti heima í gráa húsbákn-
inu hinumegin við götuna. En móðir liennar stundaði
veiðar á hverju kvöldi og hafði aðalbækistöð sína á
miður þokkalegri ölknæpu rétt við götuendann.
Hún gengur ábyggilega með kynsjúkdóm, hugsaði ég.
— Svo kom snjórinn. Það var í janúar.
82