Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 139
■ur í skut bátsins; en maðurinn svaraði honum á ein-
hverju erlendu máli, sem hann skildi ekki eitt orð í.
Hinn hjálpsami fiskimaður liætti þvi öllum tilraunum
til þess að komast fyrir, hvernig á liinum nakta manni
stæði, dró net sín og reri til lands.
Eftir því sem ströndin skýrðist í hinni jómfrúlegu
birtu morgunsársins, birti yfir svip hins nakta manns,
barnslegur hlátur hljómáði út úr skeggþykkninu kring-
um víðan munn lians, liann lyfli annarri hendinni og
spurði aftur og aftur um eitthvað, svo stamaði hann i
hálfvissu orð, sem líktist Rossíja; það ómaði æ meiri
gleði út úr þessu orði, þvi nær ströndinni sem kjölur
bátsins klauf vatnið. Loksins urgaði í fjörumölinni und-
an bátskilinum. Heimiliskonur fiskimannsins, sem biðu
eftir hinni votu veiði, þustu hljóðandi í allar áttir, eins
•og meyjar Násíkas förðum, þegar þær sáu hinn nakta
mann í fiskinetjunum.
Smám saman tíndust nokkir menn úr þorpinu, sem
höfðu heyrt þessa undarlegu frétt, niður að bátnum, og
á meðal þeirra var hinn snotri liðþjálfi, drjúglátur og
fullur embættisskyldu. Honum var það þegar ljóst, af
xeynslu sinni á ófriðartímunum og hinum mörgu reglu-
gjörðum, að þetla hlaut að vera liðlilaupi, sem hafði
synt frá frönsku landamærunum. Ilann bjó sig þegar
undir yfirheyrslu í embættisnafni; hún missti þó brátt
gildi sitt og virðingu við þá staðreynd, að nakti mað-
urinn (sem nú var kominn i jakka og pokabuxur, sem
einhverjir þorpsbúar liöfðu léð honum) svaraði engu
öllum hans spurningum öðru en því, að endurtaka æ
smeykari og óvissari sína eigin spurningu: Rossija?
Rossíja?
Gramur yfir hinum misheppnaða árangri sínurn, skip-
aði liðþjálfinn ókunna manninum með bendingum, sem
ekki var hægt að misskilja, að koma með sér. Æslca
þorpsins, sem nú var vöknuð og komin á vettvang, fylgdi
hrópandi hinum vota manni í jakkanum og pokabux-
139