Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 218
Barnasálarfræði, uppeldis- og kennslufræði, eru frem-
ur ungar fræðigreinar, en þeim hefir fleygt mjög fram
hin síðari ár. Margt er vissulega á huldu og mörgu
ósvarað í þessum greinum, en hitt er þó enn tilfinn-
anlegra, liversu treglega gengur að hagnýta þá þekk-
ingu og þá tækni, sem samtið vor á yfir að ráða í þess-
um efnum. Enginn vafi er á því, að mætti það takast,
myndu uppeldisliættir lieimila og skóla taka ótrúleg-
um framförum á stuttum tíma.
Tregðan til að hagnýta þekkingu og tækni uppeldis-
vísinda vorra tíma á sér margar orsakir. Sú fyrsta er
hin almenna íhaldssemi fullorðinna manna, sem flest-
ir eru vanaþrælar og andvígir öllum róttækum hreyt-
ingum. Önnur orsök er sú, að ýmsar mikilsverðustu
umbætur á uppeldisháttum myndu kosta nokkurt fé.
Og gagnstætt því, sem er um uppfundningar fyrir at-
vinnuvegina, er engin von um fjárgróða i aðra liönd.
Loks er þess eigi að dyljast, að ýmsir þeir, sem mestu
ráða í peningamálum víða um heim, svo sem slálkóng-
ar og hergagnasalar, munu liafa fulla ástæðu til að
óttast aukið sjálfstæði og manndóm þess almennings,
sem alinn væri upp við nýtízku uppeldisskilyrði.
Það kom lika berlega í ljós á þinginu í París, að
þjóðir, sem hafa lýðræðið í mestum metum, og þar
sem vifrir leiðtogar fara með völdin i umboði fólks-
ins, þar er hvorki sparað fé né orka til að endurbæta
uppeldi og skóla.
Tékkóslóvakía er gott dæmi um þessa stefnu. Enn-
fremur Frakkland, Norðurlönd og lýðveldið á Spáni.*)
Enn er of snemmt að dæma um, liver áhrif uppeldis-
málaþingið í París kann að liafa til útbreiðslu nýrra
sanninda og tækni í uppeldis- og skólamálum víðsveg-
ar um lönd. En víst tel ég, að margir liafi farið það-
*) Sjá nánar í Menntamálum, maí—sept. og okt.—des. um
skólamál í þessum löndum.
218