Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 47
fíllinn liafði sézt. Það var mjög fátæklegt liverfi og
stóð ntan í brattri fjallslilíð, kofarnir vorn skítugir og
lélegir, byggðir úr strái með þök úr pálmablöðum. Þetta
var í byrjun regntímabilsins og skýjað loft. Við byrj-
uðum á þvi að spyrja íbúana hvert fíllinn liefði farið,
en það var, eins og vant er, ómögulegt að átta sig á
svörum þeirra. Það er ófrávíkjanleg regla þarna aust-
ur frá, að þvi itarlegar sem maður spyrst fyrir um
eitthvað, því óljósara verður það fyrir manni af þeim
svörum, sem maður fær. Sumir sögðu, að fíllinn befði
farið í þessa átt, aðrir í þá gagnstæðu, sumir fullyrtu
að þeir liefðu aldrei beyrt filinn nefndan.
Ég var í þann veginn að ímynda mér, að það væri
tóm lýgi, að fíllinn hefði slitið sig lausan, þegar ég
heyrði hróp skammt í burtu. Það var bátt angistaróp:
Farðu burlu, barn! Farðu burtu, strax! Og gömul lcerl-
ing, með tág í hendinni, kom fyrir kofaborn og rak á
undan sér bóp af stripuðum krökkum. Fleiri konur
bættust i liópinn og skræktu ávitandi. Það var auð-
lieyrt, að það var eitthvað þarna,, sem börnin máttu
ekki sjá.
Ég fór fyrir kofahornið og sá þar dauðan mann
liggja i drullunni. Það var Indverji, svartur Dravidi,
næstum nalcinn. Það var auðséð, að hann var nýdauð-
ur. Konurnar sögðu, að fíllinn hefði skyndilega komið
aftan að honum fyrir kofahornið, gripið liann með
rananum, stigið ofan á hann og troðið hann í sundur.
Þetta var í regntímanum og jörðin því gljúp. Andlit
mannsins hafði dregizt um tvo metra eftir jörðinni og
skilið eftir far, um fet á dýpt. Hann lá á maganum með
útrétta bandleggina og höfuðið snúið til annarrar hlið-
ar. Andlit bans var atað leir, augun galopin, tennurn-
ar samanbitnar og svipurinn lýsti ósegjanlegri skelf-
ingu. (Vel á minnzt, það er oft talað um að dauðir
menn líti út eins og binn eilífi friður hvíli yfir þeim.
En flest þau lik, sem ég hefi séð, hafa haft djöfullegl
47