Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 192
ur nær Gissuri). Ég vona, að nú hafir þú hugsað ráð
þitt nægilega.
Gissur: Já, herra. Ákvörðun mín er óbreytt.
Hdkon gamli (með glotti): Staðfestur maður ert þú,
frændi. (Þögn). Mér sýnist nokkur lilýleikur milli ykk-
ar Ingibjargar, frændkonu minnar. Eða vermdir þú
aðeins hendur liennar.
Gissur: Ég hefi ekki beðið þig um hönd hennar, kon-
ungur.
Hákon gamli: Ef uppburðarleysi þinu skyldi vera
um að kenna, skal ég segja þér, að sá ráðaliagur væri
mér engan veginn fjarri skapi, auðvitað með því skil-
yrði, að þú ílendist hér, og mátt þú af því sjá, liversu
ég vil þinn frama í öllu.
Gissur: Veit ég, að þú hýður mér alla hina heztu
kostina, og gerir tii min miklu betur en ég á skilið.
En þó lialda mér nú engin hönd, nema afdráttarlaust
bann þitt.
Hákon gamli: Mikinn kærleik hefir þú á föðurlandi
þínu, frændi, er þú kýst lieldur að hverfa til íslands
en fá hinnar göfgustu og fegurstu konu og setjast á
bekk með tignustu mönnum í Noregi.
Gissur: Þér kann að þykja það ótrúlegt, Hákon kon-
ungur, en ég hefi fullreynt, að ég þrífst ekki nema
á íslandi.
Hákon gamli: Það er svo.
Gissur: Þú hefir sjálfur aldrei verið langdvölum er-
lendis og veizt því ekki livað það er. Ég var aðeins af
barnsaldri, er ég kom liingað fyrst, og þó er ég hér
jafn framandi nú og þá. Ég hefi reynt að semja mig
að landsháltum, en fjöllin og skógarnir og hinir þröngu
dalir, allt smátt og stórt, minnir mig sífellt á, að ég
er hér aðeins gestur. Ég vildi gjarnan taka hinum ágætu
boðum þínum, ko'nungitr, en heimþráin ásækir mig
nótt og dag, svo að ég eiri engu.
Hákon gamli: Ég sé, að þú hefir viðkvæma sál, og
192