Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 15
niður, áður en ljós eru kveikt inni fyrir, vegna liætt-
unnar af loftárásum. Andspænis svaladyrunum, hinu-
megin strætisins, lá aðaljárnbrautarstöð horgarinnar.
„tilvalið mark fyrir flugmennina“, sagði ítalinn i hálf-
kæringi. Heitt var í veðri, svo að við urðum að sofa
allsnaktir fyrir opnum svaladyrum. Við erum hvíldar-
þurfi eftir 10 klukkustunda hílferð í steikjandi sólar-
hita á rykugum þjóðvegum og sofnum fljótt.
. .. Skerandi pípublástur vekur okkur af fasta svefni.
Ég átta mig ekki á þvi i fyrstu, livað um er að vera,
en skil þó von bráðar, hvernig í öllu liggur. Flugvéla-
niður og fallbyssudrunur kveða við. Vökumaður gisti-
hússins lileypur upp og niður stigana og þeytir hljóð-
pípu, til þess að vekja þá gesti, sem ekki kunna að
vakna af liávaðanum úti fyrir. Við förum fram úr rúm-
um okkar og tínum á okkur spjarirnar í skyndi. Það
er seinlegt verk í þessu kolniðamyrkri, því að ekki má
kveikja ljós, þar sem svaladyrnar eru opnar. Ég lit út
um dyrnar. Nóttin er hlý og friðsamleg ásýndar. Á
dimmbláu himinhvolfinu stendur stjarnan Venus í nánd
við mjóa mánasigð, eins og á tyrkneskum fána. Og
samt sem áður boðar þessi næturliiminn ófrið og dauða
sofandi mönnum. Hér og þar um livelfinguna bregður
fyrir leiftrum, er skeytin frá loftvarnarbyssunum
springa hátt uppi, og broti úr sekúndu eftir hvert leift-
ur heyrist dimmur slcothvellur. Við hröðum oklcur nið-
ur. Stigarnir eru fullir af hálfklæddum næturgestum,
sem skunda út á götuna. Áhyggjusvipur er á andlit-
um margra, en enginn æðrast, og sumir gera að gamni
sínu. Klukkan er hálffimm.
Þetta er sá tími, sem fasistarnir nota helzt til árása
sinna á borgina. Dánumennirnir reikna það út, að um
þetta leyti muni sem allra flestir vera i fasta svefni
og því líkur til, að sprengjur þeirra geti orðið fleir-
um að bana meðal óbreyttra borgara en ella myndi.
Til allrar hamingju eru loftvarnir horgarinnar í góðu
15