Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 130
nægja. Hann segist jafnvel hafa hnuplað aurum til að
geta keypt sér bók, en það varð þá venjulega einhver
reyfari af verstu tegund. Annað var ekki að fá í sveit-
inni og unglingarnir vissu ekki um neitt betra. Margir
aðrir þessara ritliöfunda hafa svipaða sögu að segja frá
uppvaxtarárum sínum.
Hann fór ungur að heiman, þoldi önn fyrir sveita-
mennslcu í Stokkhólmi, átti fullt i fangi með að vinna
fyrir sér og svalt oft heilu og hálfu hungri. Þessu tíma-
bili æfi sinnar lýsir hann i skáldsögunni „Iíungsgatan",
sem fjallar þó aðallega um lif götustúlknanna. Hann
segir þar klökkvalaust og blátt áfram frá æfi þessara
vesalinga, sem fyrr eða seinna lýkur á spitala eða i betr-
unarhúsi. Bókin er nöpur þjóðfélagsádeila. Um þetta
leyti byrjaði hann að skrifa, en varð litið ágengt. Fór
síðan til Englands og Frakklands og vann þar fyrir sér
með ýmsu móti. Um eitt skeið flakkaði hann með Síg-
aunum fram og aftur um Evrópu. Þessi ár sendi hann
sænsku blöðunum við og við greinar, er síðar komu út
í bókarformi. Það voru frásagnir frá ferðum hans, lýs-
ingar á siðum og háttum þeirra þjóða, sem hann dvaldi
hjá. Þessar bækur (Vagabondliv i Frankrike, Kolet i
váld, Nederstigen i dödsriket, Mina stáders ansikten)
vöktu mikla eftirtekt. Engum duldist, að hér var á ferð-
inni nýr rithöfundur, sem mikils mátti vænta af. Eftir
nokkur ár livarf hann heim aftur og skrifaði söguna
Mána er död, sem er að því leyti sérstæð í sænskum
bókmenntum, að hún fjallar eingöngu um ástir manns
og konu. Næsta hók lians var Floderna flyta mot havet.
Það er saga úr sveitinni, lýsingar úr lífi smábænda og
leiguliða á stórjörðunum. Ivar Lo-Johansson liafði lengi
haft í huga að skrifa um bernskustöðvarnar og kjör
þessa fátæka, óupplýsta sveitafólks, sem var hans fólk.
í rauninni var hann að búa sig undir það öll þessi ár
og þessi skáldsaga markar tímamót í skáldskap hans.
Nú er hann orðinn eindreginn fylgismaður liinnar nýju
130