Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 140
unum til sýsluskrifstofunnar, þangað, sem íarið var með
hann. Hann sýndi engan mótþróa og mælti ekki orð,
en hin glaðlegu augu lians urðu dimm af vonsvikum
og herðar hans drógust saman, eins og hann ætti von
á hræðilegu höggi.
Fregnin um þennan mannlega fisk, sem fiskimaður-
inn hafði veitt, barst til nærliggjandi gistihúss, og nokkr-
ir gestir, sem öllum tilhreytingum tóku með fegins hendi,
komu að sjá þennan villimann. Ein frúin rétti honum
konfektmola, en liann skoðaði liann aðeins eins og tor-
tryggur api, en snerti ekki við honnm. Það var tekin
mynd af honum og allir snerust i kringum hann lilæj-
andi og masandi, þangað til loks að forstjóri eins af
stærri gistihúsunum, sem lengi hafði dvalizt erlendis
og kunni mörg tungumál, ávarpaði manninn, sem orð-
inn var dauðskelkaður, fyrst á þýzku, svo á ítölsku,
ensku og síðast á rússnesku. Varla hafði maðurinn heyrt
fyrstu orðin á síðasta málinu, þegar liann hrökk við
og ánægjulegt hros hreiddist yfir góðlátlegt andlit lians,
og skyndilega hóf hann að segja sögu sína, öruggur og
f r j álsmannlegur.
Það var mjög löng saga og mjög sundurlaus, og í sum-
um alriðum óskiljanleg hinum aðvifandi túlki. Samt
komst liann að því, að í aðaldráttunum höfðu örlög
þessa manns verið á þessa leið:
Hann hafði harizt á vígvellinum í Rússlandi, svo liafði
honurn dag nokkurn, ásamt þúsund öðrum hermönnum,
verið staflað inn í járnbrautarvagn og ekið með þá óra-
vegu, síðan skipað út í skip og farið enn lengra með
þá, til landa, þar sem var svo heitt, að (eins og hann
orðaði það) bein manna soðnuðu innan í holdinu. Loks
var þeim á ný troðið inn í járnbrautarvagn, og litlu síð-
ar fengu þeir skipun um að gera áhlaup á hæð nokkra.
Um það áhlaup vissi hann lítið, því að strax í upphafi
þess hafði hann fengið skot í fótinn. Túlkurinn þýddi
jafnóðum, og áheyrendurnir voru ekki í neinum vafa
140