Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 84
Stelpan rekur upp stór augu og skilur ekki neitt.
Hver veit nema við sjáum eittlivað fallegt í búðinni,
segi ég þá. Þá er hún ekki lengur í neinum vafa. Iiún
heldur sem sé, að ég ætli að gefa henni sælgæti, töltir
eftirvæntingarfull við hlið mér, og allir liugsa, að hún
sé dóttir mín. En þegar liún mátar kápuna, verður hún
skyndilega niðurlút. llún roðnar af feimni og augun
Ijóma óeðlilega skært, eins og hún sé með hitasótt.
Skó! Húfu og skó!
Þarna stendur stelpuskjátan fullkomlega ringluð fvr-
ir framan heljarmikinn spegil og þekkir ekki sjálfa sig.
Hún hefir aldrei séð þessa manneskju áður, nema í
draumi, því að svona æfintýri gerast aðeins í svefn-
löndunum.
Þessi merkilegi atburður ruddist inn á tilfinningar
hennar óviðbúnar; liún kafroðnaði, því þetta var í fyrsta
skipli, sem hún uppgötvaði, að stundum geta speglanir
lífsins verið æði furðulegar.
Þegar við komum út, vill hún þakka mér fyrir. Hún
getur ekkert sagt, en lítur bara á mig og réttir fram
litlu, veikbyggðu liöndina. — Mér verður undarlegt inn-
anhrjósts. Ég stend eins og sökudólgur gagnvart þessu
barni. Ég stari eins og fábjáni út í bláinn, allt rennur
í þokukennda móðu, og eitthvað brýzt um innra með
mér, sem ég get ekki gert mér grein fyrir.
Hún heldur náttúrlega að ég sé góður maður, liugsa ég.
óeigingjarn maður, maður í líkingu við Jesú Krist.
Nei, ekkert að þakka, telpa mín. Þú ert svo ung og
skilur mig ekki. Þú hefir enga hugmynd um, hvað ég
er vondur. Eða myndir þú kannske rétta fram litlu,
saklausu liöndina þína, ef þú vissir, að ég gaf annarri
manneskju þessi föt, eða bara liálfgleymdri mynd, eða
endurminningunni einni?
Ég gerði það einungis til að lita ömurlegar andvöku-
stundirnar, því að ég veit sjálfur hvað það er, að skjálfa
af kulda. Ég hefi oft skolfið af kulda. . ..
84