Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 63
arinnar liefir niannkj'nið fyrr átt vfir þeirri orku að
ráða, né þeim tækjum, er til sliks þarf.
En þetta ástand félagslegs réttlætis og jöfnunar lífs-
gæðanna skapast ekki af sjálfu sér. Það detta engir
himnar niður yfir oss mennina og vér erum ekki hafn-
ir upp í neina. Og það er svo langt frá því, að slík
undur gerist, að miklu fremur má svo að orði komast,
að með þróun tækninnar liafi mannkynið leyst úr
böndum tryllta krafta, sem nú geysast fram eins og
ótamin náttúruöfl gegn sjálfu því. Ef þessi öfl eru ekki
beizluð og liamin, þá hrjóta þau niður allt, sem á vegi
þeirra verður og skapa eymd og eyðileggingu, i stað
blessunar. Það er það, sem er að gerast í öllum hinum
vestræna heimi. Vér verðum að læra að þekkja þessi
öfl, og læra að hemja þau með skipulögðum átökum.
Ekkert annað er oss mönnunum sæmilegt en að stefna
að því. Og þá fyrst, er því marki er náð, er auðið að
beita þessum risaöflum til Iieilla og blessunar oss mönn-
unum. Annars erum vér magnlausir og úrræðalausir á
valdi þeirra. Og þau þyrla oss áfram til glötunar, án
þess að rönd verði reist við.
II.
Vér þekkjum náttúruöflin, sem eru grundvöllur nú-
tíma tækninnar, vitum um þá krafta, sem liún hefir
tekið i þjónustu sína og hvaða ráðum til þess hefir
verið beilt. Það gelur vel verið, að ungi maðurinn, seni
bauð vinkonu sinni svo liæpnar skýri'ngar á sálkönnun
og fræðikenningum Marx, gæti sagt henni eitthvað af
viti um það. En það er ekki nóg, að geta dinglað i svif-
flugu 2 mínútur án þess að liálsbrjóta sig, og kunna að
setja bifreið í gang, eða æða um landið á mótorhjóli,
til þess að átta sig á þeim lilutum. Og þó er það engu
síður nauðsynlegt. En það er miklu torveldara. I sam-
félagi vor mannanna eru óendanlega fjölbreytt öfl að
verki. Þar fer fram sífelld nýsköpun samtímis þvi, að
63