Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 154
Já, það er ég.
Volgur ýlduþefur, blandaður einhverri tjörusterkju,
streymdi að vitum mér, svo að mér lá við andköfum.
Þá var kveikt á eldspýtu i myrkinu. 1 skini hennar
birtist fölt barnsandlit eitt augnablik — og slokknaði
jafnskjótt aftur á spýtunni.
Hver gæti annars komið til þín? Það er ég, sagði
konan og skjögraði aftur og fram.
Aftur var kveikt á eldspýtu. Það glamraði í gleri.
Mögur, fálmandi hönd kveikti á pjáturslampa.
Ó, þú augnayndið mitt! sagði konan riðandi á bein-
unum, og valt svo alveg um koll í einu horninu; þar
á steingólfinu var breið flatsæng.
Drengurinn gaf lampanum gætur og skrúfaði niður
í tíonum, þegar fór að reyky'a. Hið fíngerða andlit
drengsins var alvörugefið, nefið hvasst og varirnar
þykkar og mjúkar, eins og á stúlku. Andlit þetta líkt-
ist mynd, sem máluð liefði verið með grönnum pennsli;
slíkt listaverlc átti illa heima hér í þessari diminu og
daunillu holu.
Þegar hann hafði temprað ljósið eins og lionum lík-
aði, leit hann á mig sínum óvenjulegu en jafnframt
ströngu augum og spurði;
Er hún drukkin?
Móðirin lá þversum ofan á flatsænginni og liikstaði
og liraut liátt.
Það þax-f að afklæða hana, sagði ég.
Jæja, þá það, sagði drengurinn og leit undan.
Og þegar ég fór að draga af henni blautar spjar-
irnar, spurði liann lágt og alveg hispurslaust:
Á ég að slökkva ljósið?
Til hvers?
Hann þagði, og ég liorfði á liann, meðan móðir hans
velti sér á ýmsar hliðar, eins og mjölsekkur. Hann sat
á gólfinu við gluggann, í kistu úr þyklcum borðum, þar
sem á var letrað stórum, svörtum stöfum:
154