Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 95
frelsi ávöxtur af vaxandi þekkingu, en þó er það svo..
. .. En sannlega segi ég yður: frelsi í sönnum skiln-
ingi hlýtur að eiga rót sína í sannleiksþekkingu. Eða
skilurðu það ekki til dæmis, að því fleira, sem þú veizl
og því fleira, sem þú kannt, því færari ertu til allra
úrræða; þvi betur ertu fallinn til starfa; með öðrum
orðum, þú ert frjálsari. . . . Enn sem komið er, erum
vér í sannleika litt frjálsir; vér erum mestmegnis þræl-
ar og ambáttir frá morgni til kvölds við ógleðilega
vinnu, þvi ógleðilega verð ég að telja þá vinnu,.
sem oft mislieppnast og seður tæplega verkamanninn;
og ef lífið á að geta lialdizt, þá höfum vér að tiltölu
bæði lítinn tíma og þaðan af minna fé aflögum, til að
mennta sjálfa oss og börn vor. Er þetta frelsi? Eða á
þetta um aldur og æfi svo lil að ganga? Nei. 1 hinu
tilkomandi guðsríki munu ráð finnast til að létta af
manninum þrældómi búksorgarinnar, þegar náttúru-
kraftarnir verða betur kunnir og betur hagnýttir til
að létta lífsstörfin og afla lífsnauðsynjanna. Önnur teg-
und af ófrelsi voru, og hún enn verri en sú, sem ég síð-
ast nefndi, er sú, að vér erum i sumu tilliti liáðir göml-
um skoðunarliáttum og venjum, sem ekki er allskostar
skynsamlegt" (bls. 40).
Þriðji dýrgripur guðsríkisins heitir réttlæti. Um það
farast honum þannig orð; „En sannleilcurinn og frels-
ið, einmitt þessi atriði, sem ég nýlega nefndi, munu
mest og bezt veita því viðgang. Það mun sjálfkrafa
þróast og blómgast á jörðunni, eflir því sem sól sann-
leikans skín hærra i heiði og leysir fleiri fjötra ófrels-
isins. Því af hverju eru menn ranglátir og syndugir?
Af þekkingarleysi og af kúgun. Af þessurn tveimur liöf-
uðorsökum fá þeir ekki neytt sinna góðu krafta og
þekkja þá jafnvel ekki. Þá vantar að ná hærra stigi
sannleilcs og frelsis, til þess að verða að nýrri og betri
mönnum. Þannig sjáum vér fgrir endann á sgnd heims-
ins“ (bls. 44).
95