Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 30
bæjarins þvoðu þvotl sinn. Þar var dag einn margt
kvenna við þvotta, er sprengja úr fasistaflugvél féll
gegn um þakið. Konurnar létu allar lífið.
Ferðinni var nú lieitið til skotgrafa, er voru þarna
ekki all-fjarri. Vegurinn liggur yfir víðátlumikið slétt-
lendi. Hér er gróðurlitið, aðeins nokkur tré á stangli.
Nokkur hundruð grjóthrúgur úr gulleitum steini, suin-
ar stórar, aðrar sináar, eru dreifðar um sléttuna. Það
eru virki, sem ítalir höfðu gert sér, meðan þelta hér-
að var í þeirra höndum. Við nálgumst skotgrafirnar.
Þegar eftir eru um öOO metrar, stígum við úr hílun-
um, sem dreifa sér um svæðið, þvi að alltaf má búast
við árásum óvinaflugvéla. Við dreifum okkur einnig;
og göngum þannig í áttina lil skotgrafarinnar. Jarðveg-
nrinn er hér þurr og skrælnaður, vaxinn kyrkingsleg-
um stráum og hagablómum, og ber þar mest á blóð-
rauðu svefngrasi, sem veitir þægilega tilbreytingu í lili
þessa fáskrúðuga landslags. Annars er auðséð, að liér
hafa átt sér stað liarðir bardagar. Jörðin er alþakin
sprengjubrotum og skotliylkjum úr rifflum og vélbyss-
um. Viða liggja svonefndar „blindsprengjur“, sem ekki
hafa sundrazt, er þær féllu lil jarðar, fimmtíu ])unda,
lnmdrað punda, fimm hundruð punda. Svo þétt hefir
sprengjuregnið verið á þessum stað, að í símalínu, sem
þarna liggur, eru flestir þræðirnir slitnir.
Skotgröfin er grafin í hlíðarbrúnina á dalverpi einu
og ekki dýpri en það, að meðalmaður stendur vel upp
úr henni. Hún er hlykkjótt og víða svo þröng, að tveir
menn geta með naumindum komizt hvor fram lijá öðr-
um. Á einum stað hafði verið grafinn helliskúti inn
í liól og hengdar fyrir ])okadruslur. Það var viðbafnar-
salurinn í þessum heimkynnum. Annars er auðvelt að
gera sér í hugarlund, hvernig vistarverur þetta muni
vera í rigningum eða jafnvel vetrarhörkum.
I hlíðarbrúninni liinumegin eru stöðvar fasistanna.
Á þessum stað er dalurinn svo breiður, að byssukúla
30