Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 27
•eí\ hann hefði viljað eyða henni með loftárásum o«
fallb.yssuskothríð og fórna nokkrum þúsundum af ihú-
nm hennar.
En við lifum enn í heimi, þar sem mannúðin er of-
sótl með fallbyssum og flugvélasprengjum, og verður
því ofl og tiðum ekki varin öðru vísi en með fallbyss-
um og flugvélasprengjum. Sá, sem á núlíðandi tím-
um fordæmir öll vopn jafnt, án lillits til þess, liverjir
beita þeim og i hvaða tilgangi, er i rauninni enginn
friðarsinni og styður í rauninni stríðsstefnuna með ó-
beinum liætti. Sá, scm ekki vill gera greinarmun á
ofsækjendum frelsisins og verjendum frelsisins, til
dæmis á Spáni, gæti með sama rétti lialdið því fram,
að pestarsýklarnir, sem setjast að i líkama mannsins
og framleiða þar banvæn eiturefni, eigi eins mikinn
rétl á sér og læknirinn, scm lil þess að eyða þeim og
áhrifum þeirra dælir inn i likamann móteitri, er í
sjáffu sér kann að vera eins skaðlegt, en getur þó við
ákveðin skilyrði orðið lionum til bjargar. Pestarsýkl-
arnir verða ekki tamdir mcð fortölum eða samning-
um. Sama máli gegnir um hina fasistisku auðvalds-
stefnu, sem gerl liefir stríðið að siðaboði sínu. Þess
vegna hljóta raunverulegir friðarsinnar að segja stríð-
inu stríð á hendur og — enda þótt þeir hati vopnin af
öllu hjarta — að viðurkenna nauðsyn þeirra undir á-
kveðnum kringumstæðum, til að afmá stríðið fyrir fullt
og allt sem fyrirbæri mannlegs samfélags.
— — Um kvöldið var fundinum lialdið áfrain, eftir
nokkurt hlé, sem orðið hafði síðara lúuta dagsins. Mér
er það minnisstætt, er sendihoðar af vígstöðvunum vest-
an við borgina komu á fundinn og skýrðu frá því, að
stjórnarherinn hefði unnið glæsilegan sigur þá um dag-
inn. Hann hafði brotizt gegn um hinar öflugu víggirð-
ingar fasista, tekið Brunete og fleiri hæi og auk þess
viðáttumikið landflæmi. Þetta var upphafið að hinum
núklu júlísigrum stjórnarhersins við Madrid, sem voru
27