Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 115
Þessu er allt ööru vísi farið á Italiu. í þvi landi þyk-
ir iielzt enginn maður með mönnum nema liann sé í
einkennisbúningi, en sá mestur maður, sem er í allra
skrýtilegustum fatnaði, af ótrúlegustu litum og gerð, með
undarlegum spöngum og gylltu pjátri, dúskum, dulum,
trjónum, tuðrum og öðru dótaríi sem of langt yrði upp
að telja, að ógleymdum liáum vatnsstígvélum í þurrki.
Svo segja vitrir menn að mestallur þjóðarauður Itala
sé nú um það bil genginn til þurðar, sakir ástar þjóðar
þessarar á spaugilegum grímubúningum, og öllu þvi
glingri og liafurtaski, sem þeim fylgir. Ókunnur útlend-
ingur sem gengur í fyrsta sinni eftir Austurstræti Róma-
borgar, Yia Nazionale, hlýtur ósjálfrátt að ímynda sér,
að annar hver karlmaður sem hann mætir, hljóti að
vera að fara á grímudansleik eða einhverja ótrúlega
fyndna skrípahátíð. En svo er eigi; þeir menn sem þú
mætir liér, eru mestu menn ítölsku þjóðarinnar, það
eru sjálfir fasistarnir, enda muntu fljótlega taka eftir
þvi hve svipur þeirra er yfir sig hátíðlegur, merkilegur
og alvarlegur, þrátt fyrir þessa sprenghlægilegu búninga.
Nú víkur sögunni aftur til íslands og þessarar sér-
góðu þjóðar sem skilur ekki hina dýpri merkingu ein-
kennisbúninga og þaðan af síður stigmun þeirra, ert
hefir hinsvegar reynt að semja sig að menningu hvala
og annarra stórfiska, sem ljósast kemur fram i hinu
verðskuldaða mati voru á litfegurstu skepnu norður-
hjarans, hafsíldinni.
Það var liér um sumarið þegar grindahvalirnir hlupu
á land í Nauthólavík og orsökuðu spenninguna i bæn-
um, þá bar svo við, að nýr vikadrengur réðist á Hótel
Geysi í Reykjavík, hann hét Stefán Jónsson. Um hann
var höfð þessi vísa, Stebbi stóð á ströndu og var að
troða strí, strí vill ekki troðast þó Stebbi troði stri, strí
tróð hann Stebbi stri, — það var stúlkan við framreiðslu-
borðið sem notaði snemma hvert tækifæri til að hafa
yfir þessa visu við hann, þegar hann fór fram hjá.
115