Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 160
menn. Hún er annars skrýtinn kvenmaður, hún móðir
min! Þegar hún var fimmtán ára, var hún strax orðin
tilbúin að eiga mig, en hvernig, það veit hún ekki sjálf.
— Heyrðu, hvenær kemurðu?
Annað kvöld.
Á kvöldin er hún oftast orðin full. •— Hvað gerir
þú annars, úr þvi þú ekki stelur?
Ég sel kvas.*
Æ! komdu þá með eina flösku — viltu það?
Sjálfsagt! — en nú verð ég að fara.
Já, — og þú kemur aftur?
Áreiðanlega.
Hann teygði til min langa armana, og rétti mér háð-
ar hendurnar. Ég tók þær í háðar mínar hendur, hristi
þær og þrýsti að köldum og mögrum fingrum hans.
Þá gekk ég sem í leiðslu, og án þess að lita til baka,
út í garðinn.
Það dagaði. Ilátt yfir skuggalegum og hrörlegum
húsakumböldunum tindraði Venus, bliknandi fyrir lýs-
ingu dagsins. Út úr suddalegu skotinu undir liúsveggn-
um störðu rúður kjallaragluggans á eftir mér út í garð-
inn, eins og ferhyrnd augu, döpur og mygluleg eins og
drykkjumannsaugu. Utan við portið svaf maður á vagni,
rauður og búlduleitur i andliti, með þykkt og úfið al-
skegg, sem stóð beint upp í loftið, og skein í beran tann-
garðinn; það var eins og maðurinn glotti háðslega með
lokuðum augum. Gamall hundur kom röltandi. Hann var
skáldaður á hryggnum og skein þar víða í beran bjór-
inn. Sennilega höfðu menn einhvern tíma skvett á hann
sjóðandi vatni og brennt hann. Hann þefaði af fótum
mínum, ýlfraði lágt og eymdarlega og vakti alveg óskilj-
anlega meðaumkun i brjósti mínu. í vatnspollunum, sem
ennþá stóðu í götunni eftir rigninguna daginn áður,
speglaði sig morgunhimininn róslitaður og blár, og gaf
* óáfengt öl.
160