Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 189
Ingibjörg (gengur aftur inn á sviðið): Gissur, þér
misskiljið mig. Ég átti aðeins við, að þér fynduð hugs-
unum yðar fegurri búning en allir aðrir, sem ég hefi
þekkt.
Gissur: Afsakið mig, Ingibjörg. Ég er af mörgum
kallaður undirhyggjumaður, og skal ekki um það sak-
ast. En liitt þætti mér illt, ef þér liélduð, að orð mín
væru einungis marklaust gaman.
Ingibjörg: Já, ég skil yður.
Gissur: Ungfrú Ingibjörg! Ég get naumast sagt yð-
ur, liversu mér liefir þótt skenmitilegt að lala við yður,
og þó liefi ég ekki gert meira en tæpa á þvi, sem ég
vildi sagt hafa. Við fjandmenn mína er ég ör á blið-
mælunum og skýli þannig fyrirlitningu minni. En þeg-
ar þér eigið i lilut, finnst mér sem lifið liggi við, að
ég segi yður ekki um of, hversu mikils ég met yður.
Undarlegur maður, munuð þér segja.
Ingibjörg: Já, þér eruð engum líkur. (Með gáska): Þér
eruð flón. Nú skal ég segja yður nokkuð, ef það mætti
verða til þess, að þér liættuð að sjá flugumann á bak
við mig. Ég fékk orðsendingu frá móður minni í morg-
un. Hún óslcar eftir, að ég komi og verði lijá sér i sum-
ar, en ég svaraði jafnskjótt, að ég mundi verða hér
enn um tíma. Yður er ef til vill ofraun að ráða í, af
hverju ég gerði það. Yður brestur kannske kjark til
þess?
Gissur: Ég trúi yður, Ingibjörg, ég þakka yður. Þér
hafið gefið mér þá gjöf, sem ég veit dýrasta. En ég
fyrirverð mig, Ingibjörg. Ég stend hér gagnvart yður
auðmýktur og fátækur eins og hestasveinn. Ég á ekkert
hæfilegt til að endurgjalda yður með, og því er tunga
min bundin. Hafið þér þolinmæði til að bíða enn um
stund. Þá vænti ég, að ég eigi þess kost, að veita yð-
ur það hlutskipti, sem eitt er samboðið tign yðar og
ættgöfgi. Og þá kem ég aftur.
Ingibjörg: Ég skil yður ekki. Hvert farið þér?
189