Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 46
Spyrjið hvaða ensk-indverskan embættismann, sein þið>
viljið, meðan hann er að gegna störfum sínum.
Dag nokkurn gerðist dálítið, sem að vissu leyti er
mjög lærdómsríkt. Það var í raun og veru lítilfjörleg-
ur viðhurður, en liann varpar þó skæru Ijósi yfir eðli
einveldis og sýndi mér hin raunverulegu rök fyrir harð-
stjórn yfirleitt.
Snemma morguns var símað til mín frá lögreglustöð
i hinum enda hogarinnar og mér sagt, að fíll væri að
gera allt vitlaust á sölutorginu, og ég spurður, hvort
ég vildi gera svo vel að koma og gera eitthvað. líg vissi
svo sem ekki hvað ég átti að gera svo vel að gera, en
mér var forvitni á að sjá hvað um væri að vera, sett-
ist á bak á fola mínum og reið af stað. Ég tók með
mér riffil minn, gamlan 44-Winchester, sem auðvitað
var of lítill til þess að drepa með lionum fíl, en ég
hélt að ég gæti kannski hrætt hann með skothvellin-
um. Á leiðinni var ég oft stöðvaður af Birmamönnum,
sem sögðu mér frá athæfi fílsins. Þetta var ekki villt-
ur fíll, heldur taminn fill, sem hafði fengið „kast“. Hann
hafði verið settur í hlekki, eins og vant er að gera við
fila, sem fá „kast“. En síðastliðna nótt hafði hann hrot-
ið af sér ldekkina og slrokið. Indverjinn, sem gætti
lians, var eina manneskjan, sem gat komið nokkru
tauti við hann, þegar liann var í þessu ásigkomulagi,
en hann hafði farið í öfuga átt að leita hans og var
nú staddur í lólf mílna fjarlægð frá borginni. Birma-
búar höfðu engin vopn og voru algerlega varnarlausir
gegn skepnunni. Fíllinn var þegar búinn að fremja
ýms ódæðisverk: troða niður bambuskofa, drepa kú,
ráðast á ávaxtabúð og háma í sig vörunum, hann hafði
einnig mætt sorpvagni borgarinnar, og þegar ekillinn
tók til fótanna og flýði, velti fíllinn vagninum og traðk-
aði hann í sundur.
Einn af yfirmönnum lögreglunnar og nokkrir ind-
verskir lögregluþjónar biðu min í hverfinu, þar sem
46