Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 13
hverju þorpinu. — Hvergi liefi ég séð eins falleg hörn
og á Spáni.
— Nú tekur að kvölda, og dinnnir skjótt, eins og á
sér stað í Suðurlöndum. Hvergi sést ljósi bregða fyrir.
Jafnvel smæstu sveitaþorp geta aldrei verið örugg fyr-
ir loftárásum, og því er varazt að kveikja ljós á götum
úti, þegar dimma tekur.
Til Barcelona komum við um kl. 10. Borgin liggur
i svartamyrkri. Aðeins daufar týrur sjást á stangli á
aðalgötunum, svo að hægt er með naumindum að þreifa
sig áfram stórslysalaust. Það er kynlegt að koma siðla
kvölds í stórborg, þar sem varla sést ljósglæta. Og enn
undarlegra hlýtur þetta að liafa verið fyrir þá, sem áð-
ur höfðu séð höfuðborg Katalóníu að kvöldlagi, þessa
borg, sem viðfræg var fyrir ljósaskraut sitt.
Snemma næsta morguns var svo haldið af stað suð-
ur til Valencia. Það er meira en 300 km. leið. Við ók-
um allan þann dag og staðnæmdumst aðeins á fáum
stöðum til að drekka, því að heitt var, og til þess að
horða miðdegisverð.
Til Valencia komum við um kvöldið snemma. Var
okkur veitt móttaka i húsi „Hins andfasistiska mennta-
mannasambands“ Spánar. Það er áhrifamikill félags-
skapur, og er óliætt að segja, að liann sameini innan
vébanda sinna úrvalið af menntamönnum og rithöf-
undum Spánar, menn af ýmsum flokkum og stefnum,
kommúnista, sósíalista, lýðveldissinna, kaþólska menn.
Og stjórn hinna „rauðu“ hefir sýnt, að hún kann að
meta rithöfunda sina og menntamenn. Hún liefir veitt
félagsskapnum ríflega fjárstyrki og meðal annars feng-
ið honum til eignar og afnota stóra og vandaða hygg-
ingu þar i borginni. Þarna liefir samhandið skrifstofu
sína. Þar er stór og skrautlegur samkomusalur með
freskómálverk á lofti og veggjum. Þarna eru herbergi
með þægilegum stólum og bekkjum, þar sem menn geta
setið í næði og skrafað saman eða fengið sér liressingu.