Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 102
ili eigum vér að sjá ungdóm þannig innrættan, að hann
hvíli sig ekki löðurmannlega við það framfaratakmark,
sem fengið er, lieldur seilist eftir æðri fullkomnun en
þeirri, sem feðrunum gafst kostur á að ná“ (bls. 276).
V. Kirkjan og sannleikurinn.
Þrátt fyrir það, þótt öll kenning séra Páls fari mjög
i bága við skoðanir og kenningarmáta kristinnar kirkju
fyrr og síðar og ráðist sé víða óþyrmilega á undirstöðu-
atriði hennar, þá kemur mjög lítið fram kali í hennar
garð. Þó kemst liann ekki hjá því að setja fram beina
gagnrýni á kirkjuna, og er þá livergi myrkur i máli
fremur venju. Má þó vera, að skarpasta gagnrýni lians
á kirkjuna sé ekki í prédikanasafninu, þvi að höfð var
hönd í hagga með, livað út var geíið af prédikunum
hans, og var undan stungið ræðum, sem ekki þóttu viður-
kvæmilegar til birtingar. Séra Páll gerir yfirleitt þá
kröfu, að kirkjan gangi í þjónustu sannleikans og ann-
arra dyggða guðsríkisins, en hann dylur það ekki, að
oft sé tilfinnanlegur skortur á því, að svo sé, og gera
megi jafnvel ráð fyrir, að sannleikurinn og kirkjan geti
rekizt á. Á einum stað segir liann: „Þér heyrið, kærir
tilheyrendur, að ég tala vifilengjulaust, og vel kunnið
þér að geta ráðið það af orðum mínum, að ég uggi sum-
ar kenningar hér á landi, að þær hafi ekki verið alls-
kostar gagnlegar .... Ég játa lireinskilnislega, að ég
elska sannleikann meir en kirkjuna, Krist meira en Lút-
her. Ég veit að sönnu, að ég er í þjónustu kirkjunnar,
en fyr gekk ég í þjónustu sannleikans“ (bls. 229). —
Sem eldlieitur hugsjónamaður ræðst hann á kyrrstöð-
una og deyfðina í kenningum kirkjunnar: „Gagnsemdir
liinnar núverandi kirkju eru mestmegnis fólgnar í því,
að hún afstýrir mörgu illu, en síður í hinu, að hún
láti margt verulega gott framgengt verða. Hún kemur
sjálfsagt í veg fyrir margt illt, marga lesti og yfirtroðsl-
ur, en aftur er það að segja, að eiginlegar framfarir
102