Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 188
Gissur: Hversu mundi yður þá líka, ef víkingur legði
að landi, sem yður geðjaðist að? Mynduð þér þora að
fylgja honum?
lngibjörg: Víkingur! Ég hélt, að sliks væri ekki v@n
lengur. Og þér setjið upp alvörusvip, eins og lieill vík-
ingafloti væri rétt ókominn. Hafið þér haft erfiða
drauma?
Gissur: Nei, en hugsið yður, að maður elskaði yður
svo mikið, að hann þættist ekki getað gefið yður minna
i bekkjargjöf en heilt konungsríki, og segjum, að liann
sigldi til fjarlægra landa og ynni konungsríkið, og kæmi
svo aftur að sækja yður. Mynduð þér þá þora að fylgja
honum til hins fjarlæga lands, jafnvel í banni ætt-
manna yðar?
Ingibjörg (hlær): Yður er vissulega margt til lista
lagt. Þér getið sagt ævintýri af slíkri sannfæringu og
alvöru, að minnstu munar, að ég trúi hverju orði. Hve-
nær haldið þér, að ég geti búizt við víkingnum mínum?
Gissur: Það gerast stundum ótrúlegir hlutir, ungfrú
Ingibjörg.
Ingibjörg: Trúið þér sjálfir á ævintýri? Ég hélt, að
þér tryðuð því einu, sem á verður þreifað.
Gissur: Ævintýrin eru gerð úr hversdagslegum hlut-
um. Vandinn er aðeins að raða þeim rétt saman.
Ingibjörg: Þá er réttast, að ég trufli yður ekki leng-
ur, svo að þér gelið raðað örlagateningum yðar í næði.
(Ertnislega, á leiðinni að dyrunum): Nú ætla ég út og
vita, hvort ég sé nokkra skipaferð.
Gissur: Þér hafið enn ekki svarað spurningu minni.
Ingibjörg: Ef á að gefa mig manni, sem hugur minn
er fráhverfur, þá ætla ég að lieita á yður, að senda
vikinginn að landi, galdramaður.
Gissur: Farið þér ekki, Ingibjörg. Hver stund, sem
ég fæ að tala við yður, er mér dýrmætari en lieil ár.
Ingibjörg: Þér eigið alltaf svo fögur orð.
Gissur: Efist þér líka um heilindi mín?
188