Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 164
sagði hann, ég þarf þess bara til þess að geta klifrað
út yfir múrinn. Múrinn hjá okkur er nefnilega svo
voðalega hár. En við erum allir syndugir, og syndirnar
eiga lieima — nefnilega fyrir utan múrinn. Skilurðu
nú? O, jæja, hann ætlaði þá að nota stigann til þess
að geta komizt á kvennafar á nóttunni. Og við hlóg-
um svo bæði, og hlógum svo ....
Þú ert líka í meira lagi hláturmild, sagði drengur-
inn, eins og fullorðinn maður. Kveiktu nú heldur á
samóvarnum!
Það er enginn sykur til.
, Farðu þá og kauptu hann!
Það eru heldur engir aurar til.
O, þú fyllisvín! láttu hann gefa þér þá?
Hann sneri sér að mér og sagði:
, Áttu aura?
Ég gaf konunni aura.
, Hún stökk á fætur, tók lítinn, skitugan og belgdan
samóvar af ofninum og gekk trallandi með sínu ein-
kennilega nasahljóði, út úr herberginu.
Móðir! hrópaði drengurinn á eftir henni. Þurrkaðu
af glugganum! Ég sé ekki til! Hún er dugleg kona, það
get ég sagt þér, sagði hann ennfremur og hlóð öskjun-
um með skordýrunum vandvirknislega upp á hillurnar;
þessar hillur voru úr pappa og festar með seglgarni
við nagla, sem reknir voru inn á milli tígulsteina í
rökum veggnum.
Hún er rösk við vinnuna, skal ég segja þér. Þegar
hún er að tæta hampinn, þá rótar hún upp svo miklu
ryki, að maður ætlar að kafna. Þá kalla ég til hennar:
Móðir. Berðu mig út í garðinn, ég ætla að kafna hér.
Vertu rólegur litla stund. Ef þú ert ekki hérna hjá mér,
þá leiðist mér svo mikið. Henni þykir nefnilega vænt
um mig, sannleikurinn er sá. Hún vinnur og syngur
um leið. Hún kann þúsund kvæði.
164