Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 143
við hverju liann mætti búast, forstjóra gistihússins, túlk-
inn. Hann hafði einhverja óljósa hugmynd um, að þetta
orðastríð var háð um framtíð hans sjálfs, og loks er
lilé varð á umræðunum, hóf liann upp liendurnar
frammi fyrir túlkinum, eins og kona fyrir framan lielgi-
mynd. Þetta bljúga látbragð hreif alla viðstadda. For-
stjórinn gekk til lians og sefaði hann með vingjarn-
legum orðum, hann skyldi vera óliræddur, hér gæti hann
verið án þess honum yrði nokkurt mein gert, og á
greiðasölustaðnum mundi honum verða séð fyrir lífs-
nauðsynjum. Rússinn ætlaði að kyssa hönd lians, en
hann dró liana snöggt að sér og henti honum á hús
eitt í grendinni, þar sem hann fengi mat og rúm, end-
urtólc huggun sína og hélt svo til gistihúss sins um
leið og hann veifaði vingjarnlega til hans í kveðju-
skyni.
Flóttamaðurinn stóð kyrr og horfði á eftir honum.
Eftir því sem þessi eini maður, sem skildi tungu lians,
fjarlægðist, dimmdi yfir svip lians. Með örvinglun í
augnaráðinu starði hann á eftir hinum hverfandi manni,
alla leið upp að gistihúsinu á hæðinni, án þess að lita
við fólkinu, sem stóð í kringum hann og undraðist og
hló að athæfi hans. Svo þegar einhver velviljaður lagði
hönd á öxl hans og benti honum að fylgja sér til greiða-
sölustaðarins, bognuðu liinar þreknu herðar hans og
hann gekk niðurlútur á eftir honum að dyrum hússins.
Veitingastofan var opnuð. Hann settist við borð, sem
framreiðslustúlkan hafði sett á staup með brennivíni
í móttökuskyni. Þar sat hann allan fyrri hluta dagsins
og horfði dapur í gaupnir sér. Börnin i þorpinu lágu
stöðugt á glugganum, hlógu og lirópuðu til hans, án
þess að hann liti upp. Gestir, sem komu inn, horfðu
forvitnislega á liann, en hann sat kyrr og starði niður
á borðið, hoginn í baki, feiminn og skömmustulegur.
Og um miðdegisverðarleytið, þegar veitingastofan fyllt-
ist af fólki og hláirar og óskiljanleg orð suðuðu fyrir
14»