Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 75
ur þverl á móti allnærri, að æðri skólarnir verði bein-
línis gróðurreitir svörtustu afturhaldssemi í félagsmál-
um, bæði vegna þess, hverjar stcttir tök liafa á að láta
börn sín sækja þá, og vegna gamalla embættis- og yfir-
ráðadrauma, sem löngum hafa verið bundnir við nám
i þeim.
Hér tjáir ekki að láta sem engin hætla sé á ferðum.
Sjálfsögð krafa allrar alþýðu manna og lakmark er
að æskulýðnum sé veitt þegnskaparuppeldi og þegn-
skaparfræðsla, sem byggð sé á niðurstöðum félagsvis-
indanna og sósíalismans um gerð samfélagsins og lög-
mál þau, er það lýtur. En liins tjáir jafnframt ekki að
dyljast, að því takmarki verður ekki að fullu náð fyrr
en með sigri alþýðunnar og stofnun hins sósialistiska
þjóðfélags.
Nú er því aftur á móti svo varið, að eitt meginskil-
yrði þess, að auðið sé að leiða bugsjón jafnaðarstefn-
unnar í framkvæmd, er staðgóð þekking fjöldans á fé-
lagslegum málum, vísindalegur og náttúrufræðilegur
hugsunarháttur um allt það, er lýtur að skipun mann-
legra mála, í stað hjátrúar þeirra og erfivenja, sem
segja má að nú séu ræktuð í þessum efnum. Af þessu
leiðir, að alþýðunni ber að beila pólitískum og félags-
legum álirifum sinum svo sem auðið cr, til þess að
færa skólafræðslu í landinu í fullkomnara og betra
liorf, koma því til leiðar að lífsviðhorf hennar, félags-
leg aðslaða og framtíðarúrlausnir, fái þar sína vísinda-
legu túlkun og skýringu, i svo ríkum mæli, sepi mátt-
ur bennar hrekkur til. Þetla liefir leiðtogum verklýðs-
hreyfingarinnar á Islandi og formælendum jafnaðar-
stefnunnar ávallt verið ljóst, og segja má að þegar gæli
nokkurs árangurs á þessu sviði af starfsemi þeirra i
fræðslulöggjöf þjóðarinnar. En það er langl frá að vera
nóg, svo sem við er að búast, og svo hitt, að fram-
kvæmdinni á þessu sviði félagsmálalöggjafar vorrar er,
75