Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 91
ur mannlegrar náttúru, liafa smámsaman og frá kyni
til kyns dregið úr oss það afl, sem nauðsynlegt er til
þess að geta komið fram sem frjáls og framkvæmda-
samur kristinn söfnuður“ (bls. 184). Hann leitar ekki
að orsökum framfaraleysisins til að afsaka það. Fram-
faraleysi er eklci aðeins s'orglegt, lieldur er það einnig
ófgrirgefanlegt. „Framfaraleysi í einu mannfélagi er
ófyrirgefanlegur hlutur,“ segir hann, „og þess vegna
óþolandi, og kemur það beint af því, að það stríðir
á móti guðs og manna lögum .... Það er jafnónáttúr-
legt og það er syndsamlegt, jafnóbærilegt og það er
sárgrætilegt. Þess vegna er nú mikið undir einu komið,
og það er að samvizka vor, það er að skilja, vor þjóð-
lega og félagslega samvizka, vakni. Við þurfum að fara
að vakna upp við vonda samvizku. Atliugið, að vond
samvizka er ekki vondur hlutur, nei, það er guðleg
rödd, er kallar innan að úr sjálfum helgidómi náttúru
vorrar og býður oss að sjá að oss. Þessa vondu sam-
vizku þurfum vér að eignast, samvizku, sem kemur
oss til að blygðast fyrir þjóðhresti vora, fyrir hegðun
vora úti og inni, fyrir meðferð vora á gáfum guðs, fyrir
•eymd vora og örbirgð, fyrir uppeldi liinar ungu kyn-
slóðar, í stuttu máli: fyrir flest atriði í félagslífi voru.
Og ég þori að segja: Vakni samvizkan ekki lijá oss,
sem nú lifum, þá hlýtur liún að vakna með því meiri
•sársauka lijá niðjum vorum“ (hls. 188). „Ef vér lilýð-
um ekki hrópandans rödd, og þekkjum ekki vitjunar-
•dag vorn, ef vér höldum áfram deyfð þeirri og doða,
sem hefir heltekið allt, ánauðugir undir lenzkur og
vana, ófrjálsir og ósjálfbjarga, þá er hætt við, að enn
komi fram það, er hinn mikli spámaður bauð að gjalda
varhuga við, að öxin verði reidd að rótum trjánna og
hvert það tré, sem ekki ber ávöxt, verði upp liöggvið
og á eldinn kastað. Það er liætt við, segi ég, að vér
bíðum skapadóm þvílikan, sem forsjónin, að vitni ver-
aldarsögunnar, lætur ganga yfir framfaralaust fólk,
91