Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 201
síður að ég liafi farið í það. Hvernig væri að vígja
draslið i kvöld, og lána þér eitthvað af því?
Það er fínt. Ég skildi öll mín ullarföt eftir lieima.
Ég hélt, að það væri aldrei kalt í höfuðborginni.
En líttu út, Hanna litla. Ég sé ekki betur, en að það
ætli að fara að snjóa.
Nei, það snjóar ekki í þessari átt, góða mín. Hann
gengur fram og léttir til með kvöldinu.
Ha, sagði Dóra undrandi. Hvað ertu að segja? Ertu
orðinn svona mikill veðurspámaður? Veiztu annars
nokkuð á livaða átt hann er?
Nei, forði mér frá því, sagði Iianna, og hló glaðlega.
En ég liefi oft heyrt hann pabba segja eitthvað svip-
að þessu.
En það er nokkuð annað, sem ég veit, telpa min.
Ég veit, að það verður kvöldið okkar i kvöld. Strák-
arnir sækja okkur í bíl, og svo -— —
Hanna, Hanna, var nú kallað hvellum rómi innan
úr stofunni.
Já, mamma, Iivað gengur nú á, sagði Hanna. Ég er
að koma.
En ætlar liún mamma þín ekki að hafa boð í kvöld?
spurði Dóra i hálfum hljóðum.
Boð, — iss. Heldurðu að ég fari að sitja yfir kerlinga-
boði. Ekki fyrir tíkall um hálftímann, slcal ég segja þér.
Hanna! var nú kalíað liærra en áður, og um leið birt-
ist móðir hennar, frú Snjáfríður Geirdal, í stofudyr-
unum. Hún var stór og þrifleg kona, en þessa stund-
ina mjög áliyggjufull á svipinn.
Geturðu ekki komið inn, harn, úr þvi að þú ert nú
loksins komin heim.
Er nokkuð um að vera? spurði Hanna ofurrólega.
Um að vera! tók móðir liennar upp eftir lienni og
stundi þunglega. — Þú veizt liklega, að ég ætla að hafa
boð í kvöld. Og svo þurfli nú Stina endilega að fara
að fá tannpínu, og ekki mátti kannske draga það að
201