Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 83
Ég horfði á þessi drifhvitu korn, sá þau konia svif-
andi í loftinu, eins og örsmá fiðrildi, sá þau falla hægt
og mjúklega niður á gangstéttina, og barnsleg gleði
gagntók mig allan. — Mér fannst ég taka í liöndina á
langþráðum vini, sem hefir verið fjarvistum í mörg
ár, og hvítir tindar, fyrir löngu sokknir í sjó, risu á
ný í sál minni, skínandi bjartir.
Endurminningarnar streyma fram í liugann, og ósjálf-
rátt brýtur maður heilann um lífið, sem maður hefir
lifað, og staðnæmist kannske við eitthvert sérstakt at-
vik, sem ennþá býr í vitund manns, alveg eins og það
hefði slceð í gær.
Nú læðist það hægt fram úr rökkri hins liðna og
minnir á hálfgleymdan draum. Ég er ekki lengur einn í
lierberginu,því að tvö augu staraámig, dökkogspyrjandi.
Nei, hingað og ekki lengra! Þú getur sagt þér það
sjálfur, að nú er nóg komið. — Auðvitað er ég einn í
herberginu, og enginn starir á mig. Þetta voru aðeins
heimskulegir þankar, sem engan varðar um. —
Sko! Þarna hlaupa krakkarnir á götunni. Þarna leika
þau sér lilæjandi og baða út höndunum.
Snjór! Snjór! kalla þau, ölvuð af nýstárleikanum, og
þreytast aldrei á að endurtaka þetta eina orð. -— Litla,
svarthærða stelpuskjátan ljómar af gleði, og hvít snjó-
kornin glitra eins og perlur i lokkunum liennar, því að
hún er berhöfðuð og kápulaus. Það er satt, ég hefi aldrei
séð hana í kápu! Öðru hverju stingur hún höndunum
í barminn, því að vitanlega er henni kalt. Svo hleypur
hún gáskafull fram og aftur.
Allt í einu rennur upp fyrir mér, hvað þetta er hlægi-
legt, livað þetta er vitlaust. Eins og nógar kápur séu
ekki til í heiminum! Eins og það sé vilji forsjónarinn-
ar, að krakkakvölin skjálfi af kulda! Ég snarast í frakk-
ann og geng út.
Heyrðu! sagði ég. Viltu ekki koma snöggvast liérna
út i búðina?
83