Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 235
vinnuleysi, engin kúgun. Velmegun, starf, menning,
frelsi, sósíalismi, nýtt land, ný þjóö. Það er árangurinn.
Þannig notaði alþýðan sín fyrstu tuttugu ár.
3. Fram til nýrra sigra. Annarri 5 ára áætluninni,
sem átti að reka smiðshöggið á samvirkjun landbún-
aðarins og þjóðnýtingu menntunarinnar, er nú lokið
með fullum sigri.
Sovétrikin standa nú á tímamótum. Þau liafa fest
þjóðskipulag sósialismans í sessi. Stéttarandstæðingar
alþýðunnar hafa látið af andstöðu sinni innanlands, og
eru gengnir með til starfa. Á þessum timamótum í
sögu sinni hafa Sovétríkin gefið út nýja stjórnar-
skrá. Þessi stjórnarskrá er mesla mannréttindaskjal
veraldarsögunnar. FuIIkomnustu þjóðfélagstryggingar,
svo sem elli-, örorku- og sjúkratryggingar, eru veittar
liverjum þegni. Fullt jafnrétti karla og kvenna, fullt
jafnrétti og sjálfræði allra þjóða og þjóðflokka, mesta
lýðræði, sem þekkzt hefir, atvinnuleysið stjórnarskrár-
brot, þetta eru höfuðdrættirnir. En þetta eru ekki fyr-
irheit um eittlivað úti í framtíðinni. Þetta er, eins og
Stalin sagði, lögfesting þeirra réttinda, sem alþýðan
nú þegar hefir getað veitt sér. Og það er ekki stjórn-
arskrárbrot að auka við þau.
Alþýðan lieldur nú öruggari og reifari en nokkru
sinni fram til nýrra sigra. Hún mun lialda áfram að
skapa örlög sín og menningu, þar til hinu mikla tak-
marki er náð: liinu stéttlausa ríki kommúnismans. Á
þessum glæsilegu tímamótum í lífi Sovétþjóðanna berast
þeim þakkir frá alþýðu allra landa, fyrir að hafa með
■óþrotlegu starfi og sárustu fórnum sannað það, að hægt
<er að slcapa ríki frelsis og jafnréltis á jörðinni.
235