Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 72
fúsa baráttu. Og sérstaklega verður alþýða manna að
gera sér ljóst, að hún verður að skapa sér sín eigin
menningartæki, ef vel á að fara. Sína eigin skóla, sín
eigin blöð, sínar eigin bókmenntir. Hún verður að gera
sér það ljóst, að milli hennar og markmiða liennar og
hlutverks annars vegar, og uppgefinnar og úrræðalit-
illar borgarastétlar hinsvegar, er óbrúanlegt djúp stað-
fest. Auðvaldsskipulagið, í kreppu sinni og' aðsteðjandi
hruni, hefir, af alveg eðlilegum orsökum, ekki snefil
af áhuga fyrir því að skapa þá lýðmenningu, sem geri
alþýðuna færa um það að taka við þjóðfélaginu úr
höndum þess og liefja það á hið æðra stig sósíalismans.
Eitt bitrasta vopn auðvalds og afturhalds í barátt-
unni við alþýðu er fáfræðin. Drengurinn, sem var að
fræða vinstúlku sína um psykoanalyse og marxisma,
er talandi tákn þeirrar glórulausu fáfræði, sem rækt-
uð er með borgaralegum uppeldisháttum, og sýnist hafa
beztu skilyrði til þess að geta blómgazt og dafnað inn-
an vébanda hins íslenzka fræðslukerfis, bæði barna-
skólanna og æðri skóla.
Formælendur verklýðshreyfingarinnar á íslandi eiga
hér mikið verk fyrir höndum í framtíðinni og allir
unnendur frjálsrar menningar. Alþýðubókasöfn eru liér
allvíðg til, en hefir verið lítill sómi sýndur, víðast hvar.
Þau eru styrkt með allmiklu opinberu fé, en mjög velt-
ur það á hendingu, hvaða not verða af því. Lesefni
það, sem almenningur á kost á um félagsleg og menn-
ingarleg málefni, er mikils til of fábrotið og litið, og
enginn skipulagður félagsskapur meðal alþýðu, sem
miðar að þvi, að örfa liana og aðstoða lil að leita sér
traustari fræðslu um þau efni. í þessum efnum erum
vér íslendingar, þvi miður, langtum skennnra á veg
komnir en nágrannar vorir á Norðurlöndum.
Það, sem hér liggur fyrir að gera, er að taka alþýðu-
bókasöfnin á íslandi og skijmleggja þau upp að nýju;
hætta við þann handahófsbrag, sem er á bókavali
72