Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 24
stjórn til fyrirmyndar, svo að stjórnin hefir ekki sótt
þessa brottflutninga eins fast upp á siðkastið og áður
var. Loftárásir eru gerðar á Madrid, tugir eru drepnir,
og hundruð særast, hús hrynja i rústir, en 15 mínút-
um eftir að flugvélar fasistanna eru horfnax-, er kom-
in á röð og regla í strætunum. Fólk, sem komið er á
þetta stig, verður ekki sigrað með hryðjuverkunum
einum. En „hið algera stríð“, árásir á varnarlausa ihúa
að vigstöðvahaki, var sú liernaðaraðferð, senx Franco
tók upp eftir tillögu þýzka lierforingjaráðsins og átti
að færa honum sigurinn með því að brjóta niður and-
legt mótstöðuþrek ibúanna. Þetta hefir mistekizt.
Grimmdin er að vísu áhrifarík aðferð, en hún liefir
lika önnur áhrif, andstæð tilganginum. Hún getur verk-
að sem bólusetning við frekari áhrifum grimmdar-
verka, hún skapar lijá íbúunum óslökkvandi hatur til
grimmdarseggjanna og enn fastari ásetning um að ráða
niðurlögum þeirra.
Annars eru árásir flugvéla á Madrid orðnar sjald-
gæfar undanfarna mánuði. Orsökin er sú, að loftvarna-
útbúnaður horgarinnar er orðinn xrxjög fullkominn, og
er því mikil áhætta fyrir flugvélar að fljúga inn yfir
hana. Þvi liarðvítugri eru þær stórskotaárásir, sem
gerðar eru á borgina svo að segja daglega, og gafst
okkur tækifæri til að sannfærast um það þegar fyrstu
nótfina. Menn voru naumast gengnir til rekkju, þegar
fallhyssurnar tóku að drynja. t Madrid kippa menn sér
ekki svo mjög upp við slikt. Engin aðvörunarmerki
eru gefin, og menn hreyfa sig sjaldnast úr rúmunum,
hvað sem á gengur, og loftvarnakjallararnir eru víst
litið notaðir. Enda yrðu menn að hafast þar við alla
nóttina og stundum mestan hluta dagsins lika, ef þeir
viklu vera algerlega öruggir fyrir hverri sprengikúlu.
— Morguninn eftir hófst fyrsti fundur ráðstefnunn-
ar i Madrid, og náði hún þar hámarki sínu. t gríðar-
stórum fundarsal var hvert sæti skipað áheyrendum.
24