Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 226
eign aðalsins og kirkjunnar. Bændurnir voru ánauðugir
meinn, eign síns lénsherra. Þegar jarðir voru metnar
eða seldar, var jafnan spurt um það, hversu margar
sálir þær væru, þ. e. hversu margir ánauðugir menn
fylgdu með í kaupunum. Það þólli rýr jörð, sem ekki
var meira en þúsund sálir. Hinni rússnesku eignastétt
hefir víst þótt það óþarfa tildur að nota dýr landbún-
aðartæki, þegar lifandi vinnuaflið fylgdi jörðinni, enda
notaði hún ekki aðrar vélar en uxann og mennina, all-
an sinn búskap.
Enda þótt meginhluti þjóðarinnar byggi í sveitum
og ynni að jarðrækt, kynslóð eftir kynslóð, þá náði þessi
atvinnuvegur þó ekki meiri þroska en svo, að ef eitt-
iivað smávegis har út af með uppskerumagnið, þá dóu
heil hyggðarlög úr sulti eða fóru á vergang. Því' að fyrst
og fremst varð að greiða lénslierranum afgjaldið og keis-
aranum skattinn. Verkaskiiitingin var þannig, að ánauð-
ugi bóndinn hlaut áhættuna og erfiðið, lénsherrann og
keisarinn arðinn. Þannig liélzt þetta rangláta og úrelta
búskaparlag óbreytt öld eftir öld. Skógarhöggið var rek-
ið eins og heimskuleg rányrkja, án alls skipulags. Iðn-
aðurinn í hæjunum náði aldrei neinum þroska, nema
helzt haðmullarvefnaður, óg varð þó jafnan að flytja
inn mikið af óunninni haðmull og unnum dúkum, þrátt
fyrir hin ágætu ræktunarskilyrði í suðausturhéruðum
keisaradæmisins. Hinn eini iðnaður, sem rekinn var
með áliuga og fjöri, var tilbúningur dýrðlingamynda
og lielgra dóma, enda lagði kirkjan sig alla fram á því
sviði. Eins og áður er vikið að, voru arðbærustu iðju-
fyrirtækin eign útlendinga, og kom það ekki sjaldan
fyrir, að keisarastjórnin veðsetti eða seldi erlendum
lánsstofnunum eða ríkjum auðlindir eða landshluta, eins
og olíulindirnir við Bakú og hið mikla gullland Alaska,
sem keisarinn seldi Bandaríkjastjórn fyrir hlægilega
upphæð.
226