Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 141
nm það, að þetta var flóttamaður úr rússneskri her-
'deild, sem send liafði verið til Frakklands yfir hálfa
jörðina, gegnum Síberíu og Vladivoslock, og það vakn-
aði hjá flestum, jafnframt meðaumkvuninni, forvitni á
að vita, hvað hefði rekið manninn til þess að reyna
að flýja.
Rússinn skýrði frá því með hálflirekkjalegu en góð-
látu brosi, að þegar sér liefði að miklu leyti verið batn-
að í fætinum, hefði liann spurt hjúkrunarmennina livar
Rússland væri, og þeir hefðu sýnt honum áttina, sem
hann síðan hefði hér um bil getað haldið, með þvi að
miða við sól og stjörnur. Siðan sagði hann frá því, hvern-
ig sér hefði tekizt að laumast á brott; liann liafði geng-
ið á nóttunni, en falið sig i heyhlöðum á daginn. í
tíu daga hafði liann lifað á ávöxtum og brauði, sem
liann liafði betlað, þar til lolcs að hann koma að þessu
stóra vatni.
Nú varð frásögn hans óskýrari. Það virtist svo, sem
hann hefði haldið, þar eð hann var ættaður úr héruð-
unum kringum Baikalvatnið, að Rússland væri strönd-
in, sem hann sá móta fyrir i kvöldskininu. Að minnsta
kosti hafði hann stolið tveimur plönkum úr kofa, bund-
ið þá saman, lagzt á grúfu ofan á þá og róið sig áfram
með fjöl, sem hann einnig liafði náð í, komizt þannig
út á mitt vatnið, þar sem fiskimaðurinn fann hann.
Spurning sú, sem hann liikandi bar upp i lok frá-
sagnar sinnar, hvort hann kæmist heim á morgun, vakti
fyrst, sakir fávisi hennar, almennan hlátur, sem þó brátt
vék fyrir meðaumkvun, og flestir stungu að hinum ó-
kunna manni, sem liorfði í kringum sig smeyku, biðj-
andi augnaráði, nokkrum skildingum og bankaseðlum.
Á meðan þessu fór fram, liafði verið símað til Mont-
reux eftir æðra lögreglumanni, sem nú var kominn og
tók, með mikilli fyrirhöfn, skýrslu af flóttamanninum.
Það var ekki einungis það, að túlkurinn skildi ekki
manninn til fulls, heldur kom brátt í ljós hjá honum
141