Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 191
Gissur: Yður er fyrirmunað að skilja mig, Ingibjörg.
(Með ákefð): Ég fer ekki fyrr en þér liafið skilið mig.
Þér lílcið mér við Skúla jarl. Ég er ekki Norðmaður,
ég er frjáls maður og vil ekki afsala mér frelsi mínu.
Og finnst yður með öllu fráleitt, að ég geti ált þarfara
verk að vinna en að gerast undirlægja Hákonar kon-
ungs, áhrifalaus naeð öllu. Föðurland mitt bíður eftir
sterkum manni. Það er lamað af stjórnleysi og inn-
byrðis styrjöldum. Þar bíður óunnið glæsilegasta verk-
efni. Ég liefi löngu einsett mér að vinna það verk. Ég
hefi fundið kraftinn liið innra með mér, þann kraft,
sem heimtar átök og baráttu, sigur og glæsileik. En
aldrei finn ég jafn ótvírætt og skýrt, að leiðir mínar
liggja til íslands, eins og einmitt, þegar ég stend gagn-
vart yður. Þá er eins og mér vaxi ásmegin; ég get allt,
sem ég vil. Það, sem áður var skuggalegt og erfitt, verð-
ur bjart og lokkandi, ást mín lyflir mér til flugs, yfir
allar torfærur, yfir rétt og rangt. Þegar ég stend gagn-
vart yður, eygi ég takmark lifs míns í nýjum blóma:
Ég verð krafturinn, þér fegurðin og dyggðin.
Iugibjörg: Ég sé þér hljótið að fara, að liverju sem
verður.
Gissur: Ég lcem aftur, Ingibjörg, fyrr en varir.
Ingibjörg (dauflega): Já, þér komið aftur.
Gissur: Þér skiljið mig, þér trúið mér. Ég er á yð-
ar valdi (tekur hendur hennar). Ég legg örlög mín i
yðar hönd. Á ég að fara eða vera? Ég vil heyra það
af yðar eigin vörum.
Ingibjörg (brosir): En ef ég kyrrset yður, verðið
þér þá kyrr? — Nei, svarið ekki. Ég veit, þér hljótið
að fara, livað sem ég segi. En ég vil, að þér farið. Það
sæmir ekki, að konur gráti, þegar vikingarnir fara.
Gissur: Ingibjörg.
Hákon gamli (inn, nemur staðar skammt innan við
dyrnar, brosir: Ég trufla? (Gissur og Ingibjörg
lirökkva við, Ingibjörg lileypur út. Hákon gamli geng-
191