Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 163
Veiddir! — En þau sem þú drapst, voru tamin, fiflið
þitt. Þegar einliver deyja, jarða ég þau einlægt undir
ofninum; ég skrið þangað og jarða þau. Það er kirkju-
garðurinn minn . .. . Á ég að segja þér, ég átti einu
sinni köngurló, Minka hét hún, og hún var nákvæm-
lega eins í útliti og einn af þeim, sem lieimsækir móð-
ur mína, ég meina, sem heimsótti liana áður; hann er
i tugthúsinu núna, hann var svona stuttur og digur og
skemmtilegur labbakútur ....
Elsku lambið mittl sagði móðirin, og strauk í gegnum
hárlubbann á syni sínum með hlökkum og sprungótt-
um fingrunum, gaf mér olnbogaskot og spurði hlæj-
andi, svo að glitruðu augun:
Er litli unginn minn ekki fallegur — augun, ha?
Taktu úr mér annað augað og gefðu mér báða fæt-
urna af þér í staðinn, sagði Ljonka kýmileitur og liorfði
á tordýfilinn. Hann er eins og úr járni, svo digur. Móð-
ir, hann er hér um hil eins og munkurinn, þú manst,
sá, sem þú gerðir kaðalstigann fyrir.
Já, satt segirðu!
Og hálfhlæjandi hætti liún við:
Það var nefnilega svona: Einn daginn hlammaðist
stór og digur munkur liingað inn og segir: Geturðu út-
búið kaðalstiga fyrir mig? Ég liafði aldrei á æfi minni
heyrt talað um kaðalstiga. Nei, það get ég ekki, segi
ég. Þá skal ég kenna þér það, segir hann. Hann hneppti
frá sér munkakuflinum, og allur búkurinn var vafinn
reipum, löngum og sterkum. Og ég vann og vann og
gat aldrei annað en verið að hugsa með mér: Til hvers
ætlar hann að nota þetta? Hann ætlar sér þó ekki að
fara að stela úr kirkjunni?
Þeir finna upp á ýmsu slæmu, munkarnir! Hann kom
þegar tíminn var útrunninn, sem ég átti að ljúka þessu.
Þá sagði ég við hann: Þú verður fyrst að segja mér,
hvort þú ætlar að nota þetta til þjófnaðar, þá sleppi
ég því ekki við þig! Hann flissaði ísmeygilega. Nei,