Rauðir pennar - 01.01.1938, Blaðsíða 29
*ið metra fjarlægð. Þar liafði eldsprengja hæft stórt
gistihús, og stóð það þarna í björtu báli. En til vesl-
urs og norðvesturs, yfir Carabanchel, Casa del Campo
og Háskólaborginni, grúfir grámórauður móðubakki,
hnausþykkir reykjarmekkir linyklast í loft upp, og
verpur á þá flöktandi bjarma frá logandi eldum víg-
stöðvanna. Ógurlegar drunur kveða við frá fallbyssu-
virkjunum, og leiftri skýtur úr hverjum kjafti, eins og
þar fari öskrandi lijörð eldi spúandi fornaldardreka.
Það er því líkasl sem þarna fyrir handan væri mílna-
löng röð af vellandi hverum og gjósandi gígum, en
uppi yfir eldingum þrungið þrumuloft.
En hérna á lnisþakinu er nóttin heið og hlý, alsett
tindrandi stjörnuaugum, scm stara forviða á þennan
vitisleik.
Ég fer niður og hátta, slökkvi ljósið og opna allar
gáttir, því að hitinn er óþolandi. — Ef einhver sprengj-
an skyldi nú rekast hérna inn um vegginn! Það var
óskemmtileg tilhugsun, en vel gæti þó svo farið. Úr
glugga gistihússins hafði ég séð rústirnar af mikilli
kirkjubyggingu í 50 skrefa fjarlægð. (Fasislar eru vernd-
arar trúarhragðanna, eins og kunnugt er). Til liinnar
handarinnar, í svo sem 20 skrefa fjarlægð, var íbúð-
arhús engu betur leikið. En gistihúsið liafði sloppið
fram að þessu.
Daginn eftir er okkur boðið i bifreiðum til Guadala-
jara og Brihuega, þangað sem ítalir biðu hinn eftir-
minnilega ósigur i vor. Það er all-löng leið, til Brihuega
nálægt 80 km. í Brihuega var staðnæmzt um liríð.
Helmingur bæjarins er ekkert annað en smámuldar
múrveggjarústir, og er óskaplegt að sjá alla þá eyði-
leggingu. Þennan l)æ tók stjórnarherinn mótstöðulítið
af ítölum, en eftir það hófn fasistar miskunnarlausa
sókn á bæinn, til þess að reyna að ná honum aftur, og
eru þetta verksummerkin. Ég sá þarna rústirnar af
skýli, sem reist hafði verið jdir laug, þar sem konur
29