Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 6
4
bót, en stórir annmarkar hafa komið fram á timbur-
húsunum og steinhúsunum nýju, auk kostnaðarins, sem
mörgum rís yfir höfuð. Skólagjald vort til siðmcnning-
arinnar í þessari grein er orðið afarhátt, og verst, hvað
námið cr sáralitið, af því að undirstöðuþekkinguna vant-
aði, til þess að færa sjer í nyt reynslukennsluna.
Á síðasta alþingi verða húsabætur að landsmáli.
Guðmundur læknir Hannesson á Akureyri á þar inostan
hlut í. Grein hans í „Bjarka“ vorið 1899 um þetta
cfni var stórmerkileg, og um lcið svo heit og hvoss, að
allir vöknuðu við. Húsakynni vor telur bann yíirleitt
„samboðin skrælingjum einum“, og er eigi um það að
sýta, þótt djúpt sje tekið i árinni i vandlætandi hirt-
ingargrein. í öllum bollaleggingum urn húsabætur á
landi hjer hefur „blindur leitt blindan“, ekkert verið
gjört til að hagnýta sjer byggingafræðina, som nú er
komin á svo hátt stig í heiminum til ómetanlegs sparn-
aðar, heilnæmis, fegurðar og hvers kyns hagræðis. Hí-
býlabótin er eitt þýðingarmesta nauðsynjamálið og
þingmál ilestum fremur. Allt af bcr að sama brunni:
Vjer verðum að kaupa vísindin, eigum vjer að taka
öss fram. Og dýrast af öllu er að hafna aðstoð vísind-
anna. Tölurnar eru hræðilegar, sem Guðmundur lækn-
ir telur, gangi um 20 milíónir á mannsaldri til að-
kaupa á byggingarefni, á landi, þar sem öll þjóðareign-
in er 30—40 milíónir, og þurfi nú á sama tíma að leggja
enda meira verð, en sjálf jörðin nemur, til húsnæðis.
Og yfir tekur, reynist það satt, að timburhúsagjörðin
nýja sje hin „ólíklegasta af öllum, sem um er að ræða
fyrir land vort.“ Höfundurinn tekur fram þrjú óhjá-
kvæmileg framfaraskilyrði:
Rannsókn á byggingarefnum landsins.