Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 10
8
uppi torfveggi í stöku stöðum hjer sunnanlauds, sem
haldizt höfðu alveg óhaggaðir i 40—50 ár, og vita or-
sakirnar til þess, en þær munu hafa verið vandaðri
undirstaða en gjörist, og að strengirnir voru ársgamlir
og vel þurrkaðir, og ef til vill fleira. Mestan taldi
hann vandann, að fá holla ioptbreytingu í torfbæjum.
Hlý og rakalaus hús úr inulendu efni var takmarkið.
Einar mágur hans Finnsson, sem með honum var
á ferðum hans hjer á landi, hefur sagt mjer, að hann
hafi teiknað íslenzkan sveitabæ, byggðan úr torfi, þar
sem gjört var fyrir rækilegri þurrkun botnsins, en mest
skildi að útliti við það, sem nú tíðkast, að bæjarhúsin
voru eigi samstæð, heldur voru ferskeytt saman með
opnu svæði í miðju; cn þá tcikning hef jeg ekki fund-
ið í plöggum hans, enda mun iiún fremur hafa verið gjörð
til gamans. En ómögulegt kvað hann að verja vatni
torfveggi samstæða með sundum.
Ekki ieizt Sigurði vel á sumar nýju timburbygging-
arnar til endingar og hagræðis, en geta má þess, að hann
kom ekki i Hreppana. Ofúinn við fann hann í 50 ára
gamalli baðstofu með skemmdum veggjum, og leika eigi
nýju húsin það eptir.
í lok marzmánaðar fór Sigurður utan. Hefði fjeð
verið meira, mundi hann í þeirri ferð hafa farið til
sýningarinnar í París, en þess var nú eigi kostur.
Yorið og sumarið var hann lengst af í Kaupmannahöfn,
en fór þess í milli stuttar ferðir út um Sjáland; síðan
var hann á landbúnaðarsýningunni miklu í Óðinscy,
þar sem rneðal annars var reist fyrirmyndarhús, mcð
öllum gögnum og gæðum, fyrir smábændur. Þaðan fór
hann til Sámseyjar til að kynna sjer gamaldags bygg-
ingar þar og múrsteinsbrennslu, en hreppti ill veður,