Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 22
20
að fara nærri um, hvernig það muni seljast. Oðru máli
er að gegna með smjör frá mjólkurbúum. Sala þess er
tíðast vissari, verðið jafnara, og miklu auðveldara að
komast að föstum viðskiptum við kaupendur smjörsins.
Það þykir einnig trygging fyrir gæðum smjörsins, eða
góðum tilbúningi á því, að það sje búið til á mjólkur-
búi. Þetta er einnig skiljaulegt, þegar þess er gætt,
hve miklum erflðleikum smjörgjörðiu á hverju einstöku
heimili er háð, ef hún á að vera í lagi. Það sjest því
af þessu, sem þegar er tekið fram, að skilyrðin fyrir
sölu á smjörinu til útlanda, eru, að það sje vel verkað,
samkynja að gæðum, frágangur þess laglegur, oða með
öðrum orðum, að vissa sje fyrir því, að sinjörið sje
gott, og að það sje boðið fram í stórkaupum, mörg ilát
í einu, með sama merki og sömu einkennum.
Þá er þessu næst að athuga smjörmarkaðinn er-
lendis, og er þá fyrst að minnast á Bngland. Hvergi
í víðri veröld er selt og keypt jafnmikið af smjöri og
þar, enda flyzt þangað smjör frá ílestum löndum í
Norður- og Mið-Evrópu, Ameríku og Eyjaálfunni. Til
þess að sýna, hver ógrynnin öll er eytt af smjöri i Eng-
landi, vil jeg setja hjer töflu yfir smjörflutning þangað,
frá ýmsum löndum hin síðustu ár, eða árin 1896—1899.
Til Englands var flutt af smjöri „cents“ (1 „cent“
= 101,6 pund dönsk) frá:
1896 1897 1898 1899
Svíþjóð 323,829 299,214 294,962 245,599
Danmörk 1,228,784 1,334,726 1,465,030 1,430,052
Þýzkalandi 107,825 50,761 41,231 39,953
Iíollandi 234,469 278,631 209,324 284,810
Frakklandi 467,602 448,128 416,821 353,942
N. S. Walcs 7,777 23,835 34,391 43,561
Victoria 154,885 169,075 124,223 211,744