Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 25
23
(„Dritler“), er taka um 100 pund hver, eða lítið eitt
J7fir. Þessi ílát eru girt með svigagjörðum og líta
mjög vel út. Einnig nota þeir smákassa undir smjör-
ið, er taka vanlega 25— 50 pund. Það er einkuin út-
flutnings- og smjörverkunarfjelagið í Esbjerg, er notar þessa
kassa. Hluthafar þess fjelags eru um 20 mjólkurbú, og
senda þau allt sitt smjör til smjörverkunarstöðvarinnar
í Esbjerg. Þar er það hnoðað um, saltað lítið eitt, og
látið svo niður í þessa kassa. Sumir þeirra taka 10
pund, aðrir 20 pund, en flestir rúrna þeir 25—50 pund.
Öll hús og áhöld þessa fjelags eru virt á 112,000 kr.,
og útgjöldin við rekstur smjörverkunarstöðvarinnar er
nálægt 122,000 kr. á ári. Árið 1898 seldi fjelagið
smjör fyrir 4‘Á milíon króna. Þetta smjör þolir ekki
Janga geymslu, því að það er lítið saltað, enda er það
selt eptir hendinni og kaupa það einkum hin meiri
háttar hcimili í stórborgum Englands. Um önnur lönd
er flytja smjör til Englands, skal jeg vera stuttorður,
en minnast vil jeg þó á hin helztu. Frá Svíþjóð flyzt
smjörið bæði beint til Englands og nokkuð af því fer
um Kaupmannahöfn. Árið 1897 seldu Svíar smjör til
Engiands fyrir 42 milíonir kr., en síðan hefur smjör-
flutningurinn þaðan heldur farið minnkandi, eins og
taflan hjer að framan ber með sjer. Smjör frá Svíþjóð
gengur næst dönsku smjöri að gæðum, en selst þó á-
vallt við nokkru lægra verði. Yanalega er verðið 4—8
aurum lægra á pundinu, en á dönsku smjöri. Smjör-
flutningur frá Þýzkalandi og Frakklandi til Englands
fer minnkandi, sem mun einkum stafa af því, að þessi
lönd nota meira af sínu smjörí heima, en þau gjörðu
áður, og það eru enda líkur til, að útflutningur þaðau
á smjöri hætti þá og þegar. Aptur á móti eykst smjör-