Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 26
24
flutningurinn frá Hollandi tii Englands, enda er Holland
mjólkurbúaland mikið, og smjörframleiðslan vex þar
með ári hverju. Frá Ástralíu hefur smjörflutningur
eigi aukizt til muna um nokkur undanfarin ár, þangað
til 1899. Það ár var hann meiri en nokkru sinni
áður. Smjörið þaðan er eigi í háu verði. Það selst
vanalega 13 —17 ‘Á aurum minna hvert pund en
danskt smjör. Frá Kanada og Bandaríkjunum eykst
smjörflutningur árlega; en allt það smjör, er kemur frá
þessum ríkjum, er í lægra verði en danskt smjör. Mun-
ar það opt 10 -12 aurum á hverju pundi.
Auk þeirra landa, er getið er um sjerstaklega í
töflunni, vil jeg nefna Finnland og Norveg. Þessi lönd
fram leiða töluvert smjör, sem mest allt flyzt til Eng-
lands, og hefur sá flutningur aukizt að mun hin síðustu
ár. Árið 1897 voru fluttar frá Finnlandi um 30 mil-
íonir punda til Englands, en nú er það miklu meira.
Smjör frá Finnlandi selst vanalega 4— 5 aurum lægra
en danskt smjör.
Frá Norvegi eykst útflutningur smjörs með ári
hverju. Árið 1897 voru fluttar þaðan til Englands ná-
lægt 2,6 milíon punda, er nam 2J/2 milíon króna.
Mestur hluti þessa smjörs er frá Raumdalsamti. í því
amti voru við árslok 1899 um 166 mjólkurbú, stór og
smá. Fullur helmingnr af þcssum mjólkurbúum eru
eigi stærri en svo, að þau hafa til meðferðar undir og
um 400 potta af mjólk á dag („Tidskrift for Norslc
Landbrug“ 1900).
Þessi minni mjólkurbú í Raumdalsamti cru svipuð
að stærð og þau, sem nú er í ráði að stofna hjer á
landi. Þau reynast vel, og hafa stórum bætt úr pen-
ingavandræðum manna, bæði í þessu amti, og víðar þar
sem þau eru. Frá Raumdalsamti einu er flutt út smjör