Búnaðarrit - 01.01.1901, Qupperneq 32
30
80—88 aurar, og einstöku sinnum kemst það upp í
90—92 aura pundið. Smjör, sem búið cr til á mjólkur-
búum í Danmörku, er hjer um bil aldrei á boðstólum í
Höfn. Það er sent til Englands, að minnsta kosti
meginhluti þe3s. Til Danmerkur fluttist af smjöri frá
1898. 1899.
Svíþjóð . . . 17,201,922 pd. . . 16,752,853 pd.
Finnlandi . . 14,860,175 — . . J 5,170,051 —
Þýzkalandi . . 1,076,188 — . . 980,733 -
Ameríku . . 487,476 - . . 921,711 —
Englandi . . 448,160 — . . 345,570 —
Öðrum löndum 29,727 — . . 118,913 —
Samtals 34,103,648 pd. 34,289,831 pd.
Frá Finnlandi, og að nokkru leyti frá Eússlandi,
hefur dutningur á smjöri til Hafnar aukizt stöðugt í
nokkur ár. Síðan 1895 hefur þessi iiutningur aukizt
um 4 milíónir punda. Frá Ameriku eykst iiutningur-
inn oinnig, en smjör þaðan er jafnan í lægra verði en
íinnskt smjör, enda þykir það standa því mjög á baki
að gæðum, einkum þó að því er bragðið snertir. Hin
allra-síðustu ár er farið að flytja smjör bæði til Eng-
lands og Hafnar frá Síberíu, og þykir það reynast vel.
Þeir eru að koma upp hjá sjer mjólkurbúum, og fá
menn frá Danmörku til að standa fyrir þeim, að minnsta
kosti hinurn stærri búum. Mikill hluti af því smjöri,
sem selt er í Höfu, er keyptur til brauðgjörðar í hinum
stóru bökunarhúsum.
Þá er þessu næst að athuga, hvort nokkur iíkindi
sjeu til að auðið sje að solja íslenzkt smjör á mörk-
uðum erlendis. Það er flest, sem bendir á, að ástæða
sje til að ætla, að svo muni vera. Reynslan, þótt eigi
sje hún rnikil, hefur sýnt, að þetta má takast. Það er