Búnaðarrit - 01.01.1901, Side 36
34
norskt og svenskt smjör. Mjólkin úr kúnum vorum er
góð, énda betri, feitari og bragðmeiri en jafnvel mjólk
úr dönskum kúm. Það ætti því ekki að vera nein
vorkunn, að búa til úr mjólkinni gott smjör, er jafnigt
á við smjör frá Norvegi og Finnlandi. En vjer gætum
komizt lengra, ef vit og vilja eigi brestur. Hjer má
leiða fram eins gott smjör og Danir búa til, þegar
kunnátta í þeirri grein eykst og verður almenn.
Það, sem mjer virðist nú þurfa að gjöra, til þess
að tryggja markað á Englandi fyrir smjör hjeðan, er
það, að leita einhverra ráða til að aptra því, aðóvand-
að smjör sje selt þar og neínt íslenzkt. Ef vel væri,
ætti helzt ekki að flytja út smjör, nema það hafi verið
búið til af þeim, er numið hefur til fullnustu smjör-
gjörð i opinberum skóla. Til þess að tryggja þetta,
mundi hentugt, að samin væru vörumerkjálög á smjöri.
Smjörmerki eru víða notuð, og þykir reynast vel.
Þessi merki eru ýmist lögboðin, eða það eru stór fjelög,
er nota þau. Fjelögin semja svo reglur um notkun
merkjanna, er hafa sama gildi fyrir fjelagsmenn sem
lög væru.
Við árslok 1898 höfðu 43 mjólkurbú í Hollandi
samþykkt sín á milli, að nota ákveðið merki á því
smjöri, er þau senda út. Þetta merki er nefnt
„Nedraw", og verður hvert mjólkurbú, er notar það,
að greiða tillag í fjelagssjóð fyrir þann rjett, er það
veitir. Síðasta árið hefur myndazt þar annað fjelag í
sama tilgangi, og tekið upp ákveðið merki. í því
fjelagi voru, cr jeg vissi síðast, 9 mjólkurbú („Mælkeri-
tidende“ 1900). Merki þetta er „hjólbörur“, og er
það sett á botn og hliðar smjörílátanna. Framan við
nierkið er tala mjólkurbúanna, frá einum og svo upp
eptir. í Danmörku hefur þetta smjörmerkjamál verið