Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 44
42
úr hófi í þéssum húsum. Bót í máli væri það, ef
smjörið fengist geymt í sjerstökum klefa afþiljuðum,
eða þá í sjerstöku húsi, unz það væri sent út. Hvað
sem nú um þetta er, þá er það eitt vist, að geymslu-
staður smjörsins hefur mikið að þýða fyrir þol þess og
gæði. Þeir, sem koma því með smjör til Reykjavíkur
eða annara kaupstaða til útflutnings, verða að krefjast
þess, að fá það geymt á góðum stað, unz það er flutt
á skip. Það verður að geyma það á þeim stað, þar
sem óhætt er, að það skemmist ekki.
Þegar smjörið er íiutt heiman, þarf að búa velum
ilátin, vefja þau í pokum, svo að þau óhreinkist ekki.
Loks vil jeg benda á það í þessu sambandi, að
þegar væntanlegir samningar verða gjörðir eða endur-
nýjaðir við Gufuskipafjclagið, að fara þá þess á leit
við fjelagið, og reyna að fá því framgengt, að í þeim
skipum, sem fara á milli landa, sjeu kælingarrúm til
að geyma í smjör. Það er allt að því óhugsandi, að
fjelagið mundi neita að fullnægja þessari beiðni, enda
hefði það töluverða þýðingu, að fá henni framgengt.
Hjer að framan hefur verið vikið að því, hverjir
þeir gallar eru, sem komið hafa í Ijós við sölu á smjör-
inu erlendis. Því hefur verið fundið til foráttu, að það
væri ósamkynja að lit og gæðum, og það jafnvel í sama
ílátinu. Enn fremur, að það væri of lítið saltað, ilia
gongið frá ílátunum, sumt af smjörinu of gamalt o. s.
frv. Þeir, sem búa til smjör og verka til útflutnings,
ættu að taka þetta til greina og bæta úr því. Sjer-
staklega vil jeg áminna um:
að salta og lita smjörið jafnt og hæfilega milcið;
að þvo vel smjörílátin að innan, áður en smjörinu er
drepið niður í þau;