Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 47
45
þessi íburður mjög fyrirhafnarsamur og svo mis-
tókst lækningin stundum. Amtsdýralæknarnir gátu
heldur eigi gjört grein fyrir, hvernig sóttnæmi fjárkláð-
ans væri varið.
Dýralæknarnir urðu meira og meira hræddir um,
að fjárkláðanum yrði ekki út rýmt með lækningum, og
þess vegna var gripið til þess óyndisúrræðis bæði í
syðra Berqenhúsamti en einkum í Stafangursamti, að
skipa niðurskurð á sauðfje.
Reynsluna vantaði, og kostaði hún bæði fje og
fyrirhöfn. Öll ömtin vörðu miklu fje til útrýmingar
fjárkláða. En öllu því fje var eytt til ónýtis. í syðra
Bergenhúsamti (127,678 íbúar) var þannig eytt 32,000
til ónýtis fram að árinu 1862, en árið áður var þar
þó gjört hið fyrsta skref í rjetta átt. Um þær mundir
var Meiniclc amtmaður í Bergenhúsamti; hann var öt-
ull maður og duglegur; hann sá, að ráðstafanirnar gegn
fjárkláðanum mundu eigi vera byggðar á rjettum regl-
um. Hann bar því upp þá tillögu við stjórnina, að
skipaður yrði sjerstakur maður, er fengi laun úr ríkis-
sjóði, til þess að rannsaka fjárldáðann og finna hent-
ugt meðal, til þess að lækna hann.
Stjórnin tók vel í málið, og þingið veitti nauðsyn-
legt fje til þessa; stjórnin var og mjög heppin í vali
sínu á manni til þess, að gjöra rannsóknir þessar. Hún
skipaði til þess mann, að nafni Schau-, síðar varð hann
yfirmaður í dýralækningum (Veterinœrniajor), en þá var
hann dýralæknir. Jafnframt var jeg skipaður aðstoðar-
maður hans.
Fjengum við oss fyrst 56 sauðkindur til rannsókn-
ar; voru sumar með kláða, en sumar heilbrigðar. Okk-
ur brast alla verklega þekkingu og reynslu, og kvað
svo rammt að þessu, að við gátum ekki fundið einn