Búnaðarrit - 01.01.1901, Page 48
46
einasta kláðamaur á kláðugu kindunum. Leið þannig
einn mánuður og þótti óvænlega áhorfast. E>á var svo
komið, að nokkrar af kláðakindunum drápust af kláða-
sýkinni. Þá fundum við kláðamaurana, er þoir skriðu
á einni gærunni. Nú var eptir að finna, hvernig kláða-
maurarnir færu að orsaka fjárkláðann, og að þeir væru
hin einasta orsök sjúkdómsins.
Við rannsökuðum nákvæmlega, hversu lengi maur-
arnir gætu lifað fyrir utan kindina, og hvernig lífs-
skilyrði þeirra væru á sauðkindum, enda leið ekki á
löngu, að við fórum að finna mergð af maurum á kláð-
ugu kindunum, þar sem við í byrjun fundum ekki nokk-
urn einn kláðamaur.
Við gjörðum einnig tilraunir með að flytja maura
af sjúkum kindum á heilbrigðar; sáum við þá ljóslega
æxlun mauranna, vöxt þeirra og viðgang á kindunum,
og á þennan hátt gátum við ljóslega sjeð, hvernig sýkin
hagaði sjer frá upphafi til enda.
Síðan tókum við að rannsaka áhrif ýmissa baðlyfja
á kláðamaurana, kláðasýkina og sauðkindurnar, bæði
olíusætu, óhreinsaða karbólsýru, margs konar arseník-
blandanir o. s. frv. Bn árangurinn af þessum rann-
sóknum var sá, að tóbakseyði væri langbezt. Það er
mjög maurdrepandi, en jafnframt öldungis hættulaust
fyrir sauðkindur. Stjórnin og stórþingið gjörði þá þau
ákvæði um tóbak, að það, sem nota skyldi til baðlyfja,
skyldi mega flytjast inn tolllaust, og varð tóbakið þá
einnig ódýrt baðlyf.
Amtsráðið í syðra Bergenhúsamti kaus nefnd til
þess, að hafa umsjón með rannsóknum Schaus dýralækn-
is. Meðal nefndarmanna var einnig læknir, Holmboe að
nafni, sem seinna varð yfirlæknir við sjúkrahúsið í
Björgvin. Hann fylgdi rannsóknunum með áhuga og